Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 39
andvari
EYSTEINN JÓNSSON
37
einnig varð að taka fjármálastjórn ríkisins föstum tökum, takmarka
utgjöld og auka ríkissjóðstekjur. Eysteinn leit á störf sín sem eins konar
brimlendingu í því hafróti sem stjórnleysi heimskapítalismans hafði
þyrlað upp og mæddi ekki síst á friðsömum samfélögum og smáþjóðum,
svo að Islendingum var ekki hlíft við afleiðingum viðskiptaöngþveitis
heimsins, þótt ekki bitnaði á þeim hernaðarbröltið að svo komnu.
Stjórnarsamstarf flokkanna gekk vel fyrstu árin meðan gengið var
skipulega að því að koma fram þeim málum sem málefnasamningurinn
tók til. Umbætur í félagsmálum, réttindabætur í þágu alþýðu manna,
náðu fram að ganga. Hafi þær þá og löngum síðar verið þakkaðar
Alþýðuflokknum, er þess að minnast að Framsóknarflokkurinn átti þar
fullan hlut að máli. Þær ótrúlega miklu framkvæmdir sem efnt var til
a þessum tíma gera þetta stjórnartímabil minnisstætt. Þar má nefna þá
róttæku breytingu sem varð í sjávarútvegi og fiskvinnslu, uppbyggingu
síldarverksmiðja, umbætur á sölu síldarafurða, einkum saltsíldar og
ulgera byltingu í hraðfrystiiðnaði sjávarafurða. Til þessara ára er líka
að rekja mikilvægar umbætur á afurðasölu bænda, ekki síst að því er
varðar mjólk og mjólkurafurðir. Til þessarar stjórnar má rekja stórátök
1 byggingarmálum Háskóla íslands og stúdentagarðanna. Þar komu til
framkvæmda málefni sem Framsóknarflokkurinn hafði beitt sér fyrir
undir forustu Jónasar Jónssonar á fyrirfarandi árum. Innlend iðnaðar-
framleiðsla fór einnig vaxandi, reyndar í skjóli innflutningshafta.
Þreyta í stjórnarsamstarfi
Að því kom að þreyta sótti á þetta stjórnarsamstarf Alþýðuflokks og
Pramsóknarflokks. „Kveldúlfsmálið“ svonefnda átti þar stóran hlut að
mali. Það snerist um ætlað eða yfirvofandi gjaldþrot stærsta útgerð-
arfélags landsins, Kveldúlfs h/f, sem Thor Jensen hafði stofnað snemma
a öldinni, en synir hans áttu nú og ráku. Kreppan (saltfiskkreppan)
s°tti rnjög að rekstri félagsins, svo að það komst í greiðsluþrot gagn-
^art bönkunum. Alþýðuflokksmenn fluttu frumvarp á Alþingi um
tógþvinguð gjaldþrotaskipti Kveldúlfs og ætlun þeirra að reksturinn
yiði þjóðnýttur. Framsóknarmönnum hugnaðist ekki þessi aðferð, enda
býsna óvenjuleg, því gjaldþrotaskipti eru ekki viðfangsefni löggjaf-
arþings. Eysteinn Jónsson hafði forustu um að kveða þetta frumvarp
Alþýðuflokksins niður. Taldi aðferðina lögleysu og lýsti yfir andstöðu