Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 120

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 120
118 SVEINN EINARSSON ANDVARI Fyrst var safnast saman og rætt um þemu sem okkur þættu fýsileg. Eftir að Amlóði varð fyrir valinu, tókum við okkur til um heimildakönnun og spunnust í kjölfarið miklar umræður um það, hvað við vildum segja með þessari sögu og á hvaða máta. Við vorum til dæmis ákveðin í því að draga lærdóma af því hvernig við höfðum nýtt okkur vikivakapersónuna Háu-Þóru, kvintsönginn gamla og sitthvað fleira úr gamalli þjóðlegri arfleifð okkar í Bandamanna sögu. Jafnframt vildum við hafa annars konar yfirbragð og ann- ars konar hljóðfall, þannig að við værum ekki að endurtaka okkur sjálf, þó að ýmis einkenni væru auðþekkjanleg og póstmódernískar tilvísanir partur af frásagnaraðferðinni sem fyrr. Og við nýttum okkur þjóðlegan arf aftur: hér var framinn seiður og finngálknið skaut upp kollinum, fluttur var sagnadans með látbragðsleik, kveðnar rímur og sunginn mansöngur, og sporin stundum í anda vikivaka. Rytminn var hraður og andstæð atriði tóku hvort við af öðru; leikurinn oftast stílfærður, og ljósbreytingar snöggar og ljósin mikill partur sýningarinnar, sem og búningarnir. Til urðu tvær gerðir; í annarri (sem var hin fyrri) var leikið á miðju gólfi með áhorfendur á tvo vegu; í hinni var leikið á hefðbundnari máta, með sviði í öðrum enda áhorfendasalarins, en þó mikið leikið út í sal. A öllum sýningum leiksins gátum við því flutt hann á tvo vegu, þ.e. eftir því hvað aðstæður leyfðu. Sýningin mótaðist þannig, að eftir heimildavinnuna var spunnið útfrá efni eða efnisþráðum og sömuleiðis hafði leikhópurinn komið sér upp ákveðn- um tæknilegum æfingum sem lutu að krafti og frumkvæði eða næmleika, svokallaðar amöbur, og urðu þá til ýmsar sjónrænar myndir sem voru nýttar í sýningunni. Að svo búnu samdi leikstjórinn textann og þegar hann lá fyrir, hófust eiginlegar leikæfingar, sem þannig var fjórði þáttur tilurðarferils- ins. Leikendur nýttu spunann og höfðu mikil áhrif á sviðslegar lausnir, en á lokasprettinum hafði leikstjórinn síðasta orðið og samræmdi sýningarþættina og áferðina. Allt ferlið tók upp undir ár. I Amlóða sögu er einnig barist um völd og áhrif. Kolbíturinn Amlóði lokar sig af. Lýðurinn krefst þess að hann gjaldi líku líkt, hafi hann verið rang- indum beittur; seiðkonan ögrar með óræðum aðdróttunum um það hvernig lát föður hans bar að. En Amlóði er friðarsinni; ef hann drepur föðurbana sinn hefur hann í raun fallist á að vopn eigi að skera úr um deilur manna. Um það leyti sem við unnum að Amlóða sögu, var ég farinn að vinna talsvert fyrir UNESCO. Mér var fyllilega ljóst, að vandi Amlóða er í hnotskurn vandi Sameinuðu þjóðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.