Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 107

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 107
ANDVARI „KVÆÐIÐ UM GUTTA RÉÐI ÖRLÖGUM MÍNUM“ 105 hennar. Að henni lokinni tekur við fyrstu persónu frásögn sögumannsins Þorvaldar. Freistandi er að skilja Sandströnd sem spegilmynd stærra sam- félags. Kaupfélagsstjórinn, Árni Jónsson, heldur sig til hlés en hefur þó alla þræði og örlög þorpsbúa í höndum sér. Hann blandar sér í hin smæstu atriði, svo sem eins og hver fái að leika hlutverk Ástu í Skugga-Sveini, og vald hans yfir Sandstrendingum er svo algert að þegar einhverjir þeirra hyggjast hætta störfum fyrir kaupfélagið, eftir að launakröfum þeirra hefur verið hafnað, og ráða sig í vinnu hjá hernámsliðinu, semur Árni við herstjórnina um að enginn maður frá Sandströnd skuli tekinn þar í vinnu án hans leyfis. Sögumaðurinn Þorvaldur var tekinn frá móður sinni þriggja ára gamall: Hún var ekki álitin fær um að ala upp börn, - og var það víst ekki heldur. Eg vissi það ekki þá, skildi það ekki, skildi það eitt, að enginn var svo góður sem hún, enginn svo fallegur, og eftir að ég var tekinn frá henni, var hún mér það, sem guð er öðrum bömum. Ég naut mikils ástríkis afa og ömmu og allra þeirra, sem ég dvaldist með, en nafn móður minnar nefndi ég ekki.13 Þorvaldur kemur til Sandstrandar í upphafi sögu og hefur verið ráðinn þar menningarfulltrúi. Honum er ætlað að lúta vilja Árna í einu og öllu og lætur sér það vel líka. Hann er haldinn þeirri áráttu að vilja vera sammála öllum og gera öllum til geðs og gengur jafnvel svo langt að bæði ljúga og stela í þeim tilgangi. Þorvaldur er frumkvæðislaus maður sem lætur berast fyrir þeim straumum sem um hann leika, jafnt í kvennamálum sem öðru. Stjúpmóðir hans er sterkasti áhrifavaldur í lífi hans. Samband þeirra er sveipað dul í sög- unni og er það undirstrikað með því að í lista yfir sögupersónur og hlutverk þeirra aftan við söguna stendur um konu þessa: Þóra: ? Svo mikið er þó víst að hér er ekki um neitt venjulegt samband stjúpmóður við fullorðinn stjúpson sinn að ræða. Þorvaldur er á einhvern dularfullan hátt á valdi hennar. Á Sandströnd daðra tvær konur við hann. Þær eru báðar bundnar öðrum mönn- um og ofan í kaupið mæðgur. Hann tekur áleitni þeirra fagnandi en reynir á engan hátt að stýra atburðarásinni. Ástleitni Jónu Þormóðsdóttur, þokkasnauðrar fertugrar kennslukonu, hafn- ar hann þó. En þegar hún heldur því fram að hann hafi gefið sér undir fótinn jánkar hann því gegn betri vitund en bjargar sér og sjálfsvirðingu hennar, að því er hann telur, með því að segjast vera bundinn annarri konu sem hann geti ekki svikið. Og ég sá, hvað ég hafði gert. Það var mikið. Jóna sat enn kyrr við borðið, en mér fannst hún rísa fyrir sjálfri sér í meiri stærð en hún hafði nokkru sinni haft. Á henni var ekki ósigur að sjá, því sjálfsvirðingu sinni hélt hún vegna skreytni minnar. Ég hafði gefið henni sjálfsvirðingu hennar og reisn hennar með því að blekkja hana og ég skildi, að blekkingin er hið allra nauðsynlegasta fyrir hvem þann, sem vill umgangast náunga sinn í samúð og kærleika.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.