Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 116
114
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
Karlsson (Póloníus) og þrír aukaleikarar. Allt starfsfólk leikhússins átti svo
að sjálfsögðu sinn þátt í sýningnni, samtals um þrjátíu manns að leikurum
meðtöldum.
Forsendur
Það hafði verið að brjótast með mér í nokkra áratugi að stjórna sýningu á
Hamlet; þessi frægasti leiktexti veraldar freistar væntanlega allra leikhús-
manna. Eg var þó ekki tilbúinn til þess arna fyrr en eftir tæplega fjörutiu ára
starf í leikhúsi; og hafði þó haft allnokkur tækifæri til að velja þetta leikrit
til sýningar fyrr. Auk þess þótti mér það skemmtileg ögrun að kanna hvernig
færi fyrir þessum alþjóðlega leik í sextán þúsund manna bæ við heimskaut.
Valin var þýðing Helga Hálfdanarsonar, en hún hafði áður verið lögð til
grundvallar sýningar Leikfélags Reykjavíkur í leikstjórn Kjartans Ragnars-
sonar 1988 og Baltasar Kormáks í Þjóðleikhúsinu 1997. Við frumflutning
verksins í Iðnó 1949 (leikstjóri Edvin Thiemroth) var hins vegar notuð þýðing
Matthíasar Jochumssonar, svo og í sýningu Benedikts Arnasonar í Þjóðleik-
húsinu 1964.
Ostytt mun leikverkið taka nálega fimm klukkustundir í flutningi. Fátítt
mun að reyna að flytja það í heild sinni og hafa því leikstjórar jafnan verið
með hnífinn á lofti. Má í því lesa ólíkar áherslur í þessu margslungna verki.
Menn hafa auk þess nálgast verkið út frá ýmsum sjónarmiðum, sumir eru
bundnir því sem kalla má smekk tímans og þá kannski jafnvel reynt að
endurrita það til að ná betur til áhorfenda. Algengara mun þó að stytta og
skeyta saman upp á nýtt. Túlkunarsaga Hamlets er æði fjölbreytileg. Nokkuð
eftirtakanleg varða á öndverðri tuttugustu öldinni var til dæmis tilraun
breska leikstjórans og fræðimannsins Granville-Barkers til að fjarlægjast þær
umfangsmiklu umgjörðir sem tíðkast höfðu er leið á nítjándu öldina og færa
leikinn nær upprunalegum framsetningarmáta elísabetanska leikhússins með
sviðskiptingarlausu flæði. í nýlegri ævisögu sinni segir þýski leikarinn og
leikstjórinn Fritz Kortner til dæmis frá Hamlet-sýningu þess leikhúsmanns,
sem hvað mest áhrif hafði um aldamótin 1900 og á fyrri hluta hinnar tuttug-
ustu, Max Reinhardts. Þar má sjá hvernig áherslan hafði færst frá stjörnuleik
afburðaleikara eins og Josefs Kainz í titilhlutverkinu yfir í hópleik, þar sem
meðferð allra hlutverka skipti meginmáli fyrir heildina. Eftir sem áður var
Hamlet þó rómantískur, eða þunglyndur, eða djúpvitur fyrir aldur fram, eða
óútreiknanlegur skaphundur, eða ungur sveimhugi, eða eitthvað enn annað.
Upp úr miðri öld nálgaðist pólskur fræðimaður, Jan Kott, Shakespeare
á ákveðinn máta í bók sinni Shakespeare, samtímamaður okkar. Sígilt er
það verk eitt sem höfðar til nútímamanns eins og það væri barn dagsins í