Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 150

Andvari - 01.01.2006, Blaðsíða 150
148 STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR ANDVARI „innihaldin vorra tíma stærstu ágæti og framfara yfirburðir yfir allar umliðn- ar aldir“ (121). Þróunarhugmyndir Tómasar tengjast gagnvirku orsakalögmáli sem einkenndi hugsunarhátt upplýsingarmanna. Það birtist t.d. í kenningum hans um tengsl loftslags og félagslegra aðstæðna fólks: „Er því ei að neita að þjóðirnar gjörast því drykkfelldari sem löndin þeirra verða kaldari; er og allur drykkjuskapur hráleika merki, á því og helzt heima hjá hinum lægri stéttunum meðan þar af eldir eftir nokkuð, og minnkar því að sama skapi sem þjóðun- um fer fram í mannfelldri siðum (human dannelse)“ (186). Svipaða hugmynd má sjá í þeirri skoðun að fríðleikur kvenfólks fari eftir fegurð náttúrunnar, konur eru fríðari í Dresden en í Berlín því þar er landslagið fallegra (sbr. 219). í Töplitz sannfærist Tómas um að tilfinningahiti suðlægra þjóða sé meiri en norðlægra en að þar sé skilningurinn minni (sbr. 227). Tómas stillir sveit og borg upp sem andstæðum. Staða, skyldur og sýslanir konunnar eru mismun- andi eftir búsetu, kinnrjóð og bosmamikil bóndakona er t.d. ekki eins nett eða lipur í snúningum eins og föl og fíngerð borgarkona. Tómas segir beinlínis að konur sem vinna erfiðisvinnu geti ekki verið fallegar: „Eftir því sem menntun vex er því í öllum löndum leitazt við að létta á konunum sem mestu striti, og þær látnar vera fremur til fegurðar og ánægju og hægrar framgöngu en til aðdrátta og slitlegra starfa, þar eð torveldliga verður hvörutveggja við komið“ (81). Þá birtist í Ferðabókinni greinileg hneigð upplýsingarmannsins til flokkunar, samanburðar og kerfisbindingar. Mönnum sem leita bjargræðis í dýraríkinu er skipt í tvo flokka og hvorum flokki í undirhópa (sbr. 308-12), listamenn eru flokkaðir eftir því hvort þeir eru „náttúrumálarar“ eða „sagna- málarar“ (sbr. 60) og skáldum má „með nokkrum rétti skipta í 2 greinar“ (115). Tilgangurinn er vafalítið sá að einfalda hlutina og stilla þeim upp sem andstæðum svo auðveldara sé að skilja þá. í ýmsum samanburði við Island eru hliðstæður notaðar til skilningsauka og reynslan erlendis heimfærð upp á ísland. Þegar Tómas skoðaði „gipsmót gjört eftir Svizaralandi“ óskaði hann þess að á Bessastöðum væri slíkt mót af Islandi (45), þegar hann skoðaði náttúrugripasafn í Berlín þótti honum leiðinlegt að hér væri ekki eitt einasta safn til (52) og sálmabók Þjóðverja var nýlega endurskoðuð en sálmabók íslendinga löngu úrelt (176). Tómas sér jafnvel hliðstæður í ítölsku og íslensku landslagi því hann segir fjallasýn frá Róm vera svipaða og í Rangárvallasýslu (264). Því má velta fyrir sér hvort Tómas Sæmundsson hafi þegar allt kemur til alls verið hneigður undir eða markaður af hugsunarkerfi upplýsingar frek- ar en rómantíkur eða hvort hann hafi sett rómantíska hugsun sína fram með aðferðum upplýsingarmanna. Stóð hann ef til vill á mörkum þessara tveggja bókmenntastrauma?34 Ferðalangurinn Tómas skoðar sig um í heiminum af miklum áhuga og saklausri ánægju. Aldrei er hann iðjulaus, hver dagur þaulskipulagður. í Berlín t.d. hlustaði hann á fyrirlestra í háskólanum eða skoðaði söfn fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.