Andvari - 01.01.2006, Side 150
148
STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR
ANDVARI
„innihaldin vorra tíma stærstu ágæti og framfara yfirburðir yfir allar umliðn-
ar aldir“ (121). Þróunarhugmyndir Tómasar tengjast gagnvirku orsakalögmáli
sem einkenndi hugsunarhátt upplýsingarmanna. Það birtist t.d. í kenningum
hans um tengsl loftslags og félagslegra aðstæðna fólks: „Er því ei að neita að
þjóðirnar gjörast því drykkfelldari sem löndin þeirra verða kaldari; er og allur
drykkjuskapur hráleika merki, á því og helzt heima hjá hinum lægri stéttunum
meðan þar af eldir eftir nokkuð, og minnkar því að sama skapi sem þjóðun-
um fer fram í mannfelldri siðum (human dannelse)“ (186). Svipaða hugmynd
má sjá í þeirri skoðun að fríðleikur kvenfólks fari eftir fegurð náttúrunnar,
konur eru fríðari í Dresden en í Berlín því þar er landslagið fallegra (sbr. 219).
í Töplitz sannfærist Tómas um að tilfinningahiti suðlægra þjóða sé meiri en
norðlægra en að þar sé skilningurinn minni (sbr. 227). Tómas stillir sveit og
borg upp sem andstæðum. Staða, skyldur og sýslanir konunnar eru mismun-
andi eftir búsetu, kinnrjóð og bosmamikil bóndakona er t.d. ekki eins nett eða
lipur í snúningum eins og föl og fíngerð borgarkona. Tómas segir beinlínis
að konur sem vinna erfiðisvinnu geti ekki verið fallegar: „Eftir því sem
menntun vex er því í öllum löndum leitazt við að létta á konunum sem mestu
striti, og þær látnar vera fremur til fegurðar og ánægju og hægrar framgöngu
en til aðdrátta og slitlegra starfa, þar eð torveldliga verður hvörutveggja við
komið“ (81). Þá birtist í Ferðabókinni greinileg hneigð upplýsingarmannsins
til flokkunar, samanburðar og kerfisbindingar. Mönnum sem leita bjargræðis
í dýraríkinu er skipt í tvo flokka og hvorum flokki í undirhópa (sbr. 308-12),
listamenn eru flokkaðir eftir því hvort þeir eru „náttúrumálarar“ eða „sagna-
málarar“ (sbr. 60) og skáldum má „með nokkrum rétti skipta í 2 greinar“
(115). Tilgangurinn er vafalítið sá að einfalda hlutina og stilla þeim upp sem
andstæðum svo auðveldara sé að skilja þá. í ýmsum samanburði við Island
eru hliðstæður notaðar til skilningsauka og reynslan erlendis heimfærð upp á
ísland. Þegar Tómas skoðaði „gipsmót gjört eftir Svizaralandi“ óskaði hann
þess að á Bessastöðum væri slíkt mót af Islandi (45), þegar hann skoðaði
náttúrugripasafn í Berlín þótti honum leiðinlegt að hér væri ekki eitt einasta
safn til (52) og sálmabók Þjóðverja var nýlega endurskoðuð en sálmabók
íslendinga löngu úrelt (176). Tómas sér jafnvel hliðstæður í ítölsku og íslensku
landslagi því hann segir fjallasýn frá Róm vera svipaða og í Rangárvallasýslu
(264). Því má velta fyrir sér hvort Tómas Sæmundsson hafi þegar allt kemur
til alls verið hneigður undir eða markaður af hugsunarkerfi upplýsingar frek-
ar en rómantíkur eða hvort hann hafi sett rómantíska hugsun sína fram með
aðferðum upplýsingarmanna. Stóð hann ef til vill á mörkum þessara tveggja
bókmenntastrauma?34
Ferðalangurinn Tómas skoðar sig um í heiminum af miklum áhuga og
saklausri ánægju. Aldrei er hann iðjulaus, hver dagur þaulskipulagður. í
Berlín t.d. hlustaði hann á fyrirlestra í háskólanum eða skoðaði söfn fram