Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 153

Andvari - 01.01.2006, Side 153
ANDVARI „AÐ KASTA SÉR MEÐAL ÚTLENDRA ÞJÓÐA“ 151 hún líklega orðið a.m.k. 1000 blaðsíður að lengd. Umræða um bókmenntir og trúarbrögð, menntamál, stofnanir og stjórnarfar að ógleymdri heimspek- inni er afar fyrirferðarmikil í Ferðabókinni og Ijóst er að Tómas hefur haft fastmótaðar skoðanir og mikla þekkingu á þessum efnum.39 Augljóst er að hann er ekki hrifinn af kaþólsku en annars er ekki eins mikið um guðfræði og guðstrú í Ferðabókinni eins og búast mætti við þegar höfundurinn er ungur prestur. Tómas hafði hinsvegar brennandi áhuga á skáldskaparfræði og var einn af frumherjum fagurfræði hér á landi.40 Ekki skrifuðu allir ferðalangar ferðasögu þótt þeir ferðuðust víða. Góð- vinur Tómasar, Konráð Gíslason, ferðaðist einnig um Evrópu um áratug á eftir Tómasi. Hann segir í bréfi til Gísla Konráðssonar: „Jeg gæti skrifað heila bók um ferðalag mitt í fyrra, ef ég nenti að vera að því, eða (rjettara að segja) mætti vera að því.‘41 En um miðja nítjándu öld eru ferðabækur mjög að ryðja sér til rúms bæði meðal íslendinga og annarra þjóða. Nægir að nefna sem dæmi Ferðabók landfræðingsins Þorvalds Thoroddsens um ísland á árunum 1883-99 (pr. fyrst 1913-14) og ferðadagbók Magnúsar Grímssonar þjóð- sagnasafnara um vísindaferðir hans innanlands frá sumrinu 1848 (pr. 1988). Einnig má nefna lítt þekktar en skemmtilegar Ferðaminningar Sveinbjörns Egilsonar úr Hafnarfirði (f. 1863) en hann sigldi um öll heimsins höf og segir frá ævi sinni og ferðalögum á tæplega 400 blaðsíðum (pr. 1922), að ógleymdri frægri ferðasögu Eiríks á Brúnum til Kaupmannahafnar 1876. Um aldamót- in 1900 þótti háðfuglinum Benedikt Gröndal nóg komið af svo góðu. Hann skopaðist að þessu bókmenntaformi með ferðasögu frá túngarðinum heima hjá sér til vinar síns sem bjó skammt frá. Hann skrifar: Ég vaknaði einn morgun og - ég veit ekki hvemig það var - mig langaði allt í einu til að fara að gera eins og allir hinir, til að ferðast. En ég hafði enga peninga, fimm krónur átti ég í buddunni og fjörutíu aura að auki, en það var of lítið til að ferðast til Þýskalands eða Noregs, og þótti mér það leiðinlegt, því þar hefði ég getað fengið að sjá svo margt merkilegt, smérgerð og ostagerð og margt þess konar.42 Þegar hér er komið sögu hefur ferðasagnaformið fest sig í sessi í íslenskum bókmenntum. Ferðasögur eru ekki lengur bókmenntaleg nýjung heldur angi af meiði hefðarinnar og skotspónn íroníu og paródíu. I ferðasögu Gröndals er háðsglósu beint til Tómasar og allra þeirra ferðasagnahöfunda sem lögðu ofurkapp á að lýsa fróðlegum og merkilegum hlutum erlendis sem orðið gætu landi og þjóð til nytsemdar og upplýsingar. Tilgangsleysi ferðasögu Gröndals er algjört og háðið felst ekki síst í því að þegar hann loksins var kominn á leiðarenda eftir langa mæðu var Halldór vinur hans ekki heima.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.