Andvari - 01.01.2006, Page 32
30
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
rakið. Hann stóð nú á sjötugu og þótti tímabært að draga sig í hlé. Þótt
ýmsir yrðu til þess að sækjast eftir þingsætinu, mátti það heita sam-
mæli forustumanna flokksins í Suður-Múlasýslu að kalla Eystein til
framboðs, enda fyrirfram gefið að hann bæri af þeim sem til greina
gátu komið, þótt ungur væri. Austfirskir framsóknarmenn vissu að þeir
voru að velja til þingsetu mann, sem sýnt hafði afburða færni í emb-
ættisstörfum, hafði öðlast víðtæka þekkingu á íslenskri þjóðfélagsgerð
og ríkisbúskap sérstaklega. Hann var auk þess ættborinn og uppvaxinn
austan lands, staðkunnugur og fróður um menn og mannahagi í kjör-
dæminu. Vitað var að hann var þaulreyndur félagsmálamaður, hafði
tekið virkan þátt í störfum Framsóknarflokksins og staðið fremstur í
flokki samvinnumanna í Reykjavík. Hann var einn af frumkvöðlum að
stofnun Kaupfélags Reykjavíkur og formaður þess frá upphafi til 1934,
er hann varð ráðherra. Þetta félag efldist síðar undir nafninu Kaupfélag
Reykjavíkur og nágrennis (KRON). Þá var hann hvatamaður að
stofnun Byggingasamvinnufélags Reykjavíkur 1932 og formaður þess
fyrstu árin. I kjölfar þess var fjölda byggingasamvinnufélaga komið á
fót í landinu. Þá hafði Eysteinn orðið landskunnur, þegar hann flutti
útvarpsræðu um fjármál og ríkisbúskap fyrir alþingiskosningar 1931.
Hann var þá 24 ára og var ekki í framboði, því að kosningaréttur og
kjörgengi miðaðist þá við 25 ára aldur.
Vaxandi deilur í þingflokki
Þegar Eysteinn settist á þing fór þar maður með mikla reynslu, svo
að reisn var yfir störfum hans. Hins vegar gekk hann ekki í nein ein-
ingarsamtök þegar hann kom í raðir þingflokks framsóknarmanna.
Þó var flestum ljóst að freista yrði þess að sameina sundrað lið, slæva
ágreining milli fylkinga sem auðið væri. Ekki er efamál að Eysteinn
Jónsson var meðal hvatamanna um að vinna að sáttum. Svo var
einnig um Tryggva Þórhallsson. Þórarinn Þórarinsson segir í sögu
Framsóknarflokksins að Tryggvi hafi látið svo um mælt „að mæta yrði
kosningasigri Sjálfstæðisflokksins með aukinni samheldni framsókn-
armanna.“ Þórarinn greinir einnig svo frá að miðstjórn hafi kosið „sér-
staka stjórnmálanefnd, skipaða mönnum úr báðum örmum flokksins.“
Eysteinn Jónsson var kosinn formaður nefndarinnar, sem var augljós
yfirlýsing um það traust, sem til hans var borið. Þórarinn greinir einnig