Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 31

Andvari - 01.01.1946, Page 31
andvari Tvö skáld 27 niennirnir. Þegar óáran og skortur svarf að inn um byggðir og dali, hélt hungursneyðin fylktu liði hjálparvana og vega- lausra manna út undir Jökul í von um björg og líkn, sem stundum fékkst, en brást líka stundum. Baráttan fyrir lifi heillar þjóðar krefst þungra, sífelldra fórna. Ótaldir eru þeir, sem sóttu út yfir Búðahraun í þúsund ár. Hinir miklu færri, sem aftur sneru. Feigðin og dauðinn fara létt yfir á hæla hins stríðandi lífs. Hér eiga þau samt hraut, sem ekki máist út, meðan hraunklappirnar standast slit veðra og vinda. Fyrr en varir tekur fast að kvölda. Nóttin er í aðsigi. Blámi f.jallanna sortnar, jölcullinn dylst í mósku náttfyllunnar, máist út. Klárunum sækist leiðin fram hjá Búðakletti, út undir Hraunlönd. Nú dregur óðum nær náttstaðnum, í kveld- rökkrinu hvítnar fyrir bænum handan við græna velli og mýrarfláka. En út með lirauninu gjálfrar særinn á svörtum tlösum og brimsorfnum nöfum. Beint framundan rís Stapa- lell, gnæfir kolsvart, eins og risavaxin kirkja með heljarmiklu, hlunnalegu krossmarki á efstu burst. II. Gömul ævintýr og ný. Að morgni er veður bjart og hlýtt, glampandi logn og glatt sólsldn yfir landi og sjó. Útsýnið af varinhellunni á Hamra- endum verður mér ógleymanleg: grænt, slétt túnið hið næsta, grasmóar, holt og sléttir engjateigar upp að rótum fjallsins, sem rís bratt, gróðurlítið en litskrúðugt af jafnsléttunni, með hann-ahnykla í brúnum. En yfir hamrabrúnina í norðvestri her gulhvítan skýjaklakk við tindrandi, blátt loft. Eða er betta ekki ský? Nei, þessi gulhvíti, toppmyndaði klakkur, þessi furðumynd yfir hamrastalli fjallsins er sjálfur jökull- inn, efstu þúfur hans og aðdragandi þeirra. Þetta er dásam- •eg sjón, litir og form orka á mann eins og blessun, upp- hafning. Þetta er blessaður dagur, og allt sem hann hefur að færa þiggur ljóma og vegsemd af þessari fyrstu morgun- kveðju fjallanna. I dag eru þau öllum mild og ljúf, og gest- urinn nýtur þess með djúpri gleði og þakklátsemi, sem yljar honum enn í geði, eftir fjögur ár. —

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.