Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 51

Andvari - 01.01.1946, Side 51
andvari Ferð til Bandaríkjanna 1944 45. Skýrsla og nokkrar tillögur varðandi mitíð og framtíð landbúnaðar á Islandi. Eftir Runólf Sveinsson. I. Tilgangur ferðarinnar. Eftir að hafa Iokið búnaðarnámi i Danmörku vorið 1936, ferðaðist ég víða um Danmörku og nokkuð um Norður- t’ýzkaland og Noreg. Á þessum ferðum heimsótti ég marga bændur, tilraunastöðvar og bændaskóla. Mér var þá ljóst, sem ég hel' fengið ennþá fyllri staðfestingu á síðan, að okkur, sem störfum að landbúnaðarmálum á íslandi, er mikil nauð- syn að kynnast sem bezt með eigin augum og eyrum öllum búskaparháttum sein flestra þeirra þjóða, sem standa fremst í búnaði. Gildir það jafnt um hinn praktiska búskap bænd- anna, tilraunir og rannsóknir í jarðrækt og búfjárrækt, bún- aðarfræðsluna og útbreiðslustarfsemi alla á sviði búnaðarins. Árið 1938 mætti ég á búnaðarsýningunni á Bellahöj í Dan- mörku. Þá ferðaðist ég aftur nokkuð um Noreg og einnig 8víþjóð. Undanfarin ár hafði ég mikinn liug á að tá tæki- færi til að ferðast um Bandaríki Ameríku og kynnast búnaði þessarar stóru og voldugu þjóðar og nýjungum þeim, sem í þessu landi þróast á sviði búnaðarins, sem þar er einn hyrn- ingarsteinn atvinnulifs og menningar. Þrátt fyrir heimsstyrjöld og ýmsa erfiðleika aðra, tókst mér á miðju sumri 1944 að komast til Bandaríkjanna og dvelja þar í nærri ellefu mánuði. Ég er Alþingi og rikisstjórn þakklátur fyrir að hafa veitt mér þetta tækifæri og fyrir fjár- tiagslegan stuðning til ferðarinnar. bað, sem ég liafði fyrst og fremst hug á að kynna mér í 4

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.