Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 53

Andvari - 01.01.1946, Side 53
andvaiii Ferð til Bandaríkjanna 1044—45 49 til þess að kynna niér loðdýrarækt. Dvaldi ég þar aðallega hjá norskum sérfræðingi í loðdýrarækt, Brager-Larsen að nafni,. sem rekur þar stórt loðdýrabú á vegum norsku ríkisstjórnar- innar. Hann hefur um 1200 fullorðin úrvalsdýr, refi og minka. tlrager-Larsen mun vera einhver fróðasti maður um loðdýr °g loðdýrarækt í víðri veröld. Mér þótti því allmikill fengur nð eiga kost á að kynnast honum. 4. Dagana 2.—9. desember var haldin landssýning á búfé (aðallega af kjötkynjum) í Chicago. Voru þar sýnd um 6000 úrvalsdýr af ýmsum búfjárkynjum. Ég dvaldi á sýningu þess- ari alla dagana og reyndi eftir föngum að lcynnast líkams- kyggingu og verðmæti búfjárins i U. S. A., sem þar var sýnt. 5. Ég heimsótti University of Wisconsin í Madison og dvaldi þar um vikutíma. 6. Ég var nærri tvo mánuði við University Farm í St. Poul, Minnesola. Lagði ég þar aðallega stund á að kynna mér liið nýjasta í kynbótum búfjár. Vann ég mest að því undir leið- sogn dr. Winters, sem vinnur að þessum hlutum ásamt ileiru, sem að búfjárrækt lýtur. Á þessu timabili, er ég dvaldi í St. Poul, fékk ég einnig tækifæri til þess að sitja ráðstefnu ráðunautanna í Minnesota- fylki og ein.s konar húsmæðra- og bændaviku, sem haldnar voru við landbúnaðarháskólann í Minnesota. Við háskólann í St. Poul starfar maður að nafni dr. Peter- sen að rannsóknum á hraðari og betri mjöltun á kúm með nijaltavélum. Er dr. Petersen nii að verða heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar og uppgötvanir á þessum sviðum. Ég kynnti niér þetta mál eftir föngum hjá dr. Petersen og hjá bænd1- 11111 1 U. S. A., sem flestir mjólka kýrnar með vélum. U Ég heimsótti Iandbúnaðarháskólana í Fargo North Dakota, Corvalis Oregon, Ames Iowa, Lincoln Nebraska, Man- Uattan Kansas, Bryan Texas, Knoxville Tennessee, Blacks- bm-g Virgina og Brownsweek New Jersey. Á háskólum þess- 1,111 dvaldi ég yfirleitt 2—8 daga. Ég ræddi við starfsmenn skólanna, skoðaði byggingar og áhöld, tilraunastöðvar og búgarða.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.