Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 56

Andvari - 01.01.1946, Side 56
52 Runólfur Sveinsson ANDVAHI 4. Heyverkun. Aigengasta þurrheysverkun er nú í Bandaríkjunum nieð þeim hætti að þurrka lieyið að mestu leyti inni í hlöðunum. Það er franikvæmt á þann hátt, að grasið er slegið í þurrki og látið liggja aðeins hálfan dag eða svo. Þá hefur það þornað all-mikið og er síðan ekið inn í hlöðuna, en þar er blásið lofti í gegnum það í nokkra daga, þar til að heyið er geymsluþurrt. Við þessa aðferð vinnst það meðal annars, að mest af þeim ^erðmætu fóðurefnum, sem í grasinu eru, þar á meðal ýmis hætiefni, lialdast í heyinu, þegar sól nær ekki að haka það nema takmarkaðan tíina. Sums staðar er verðmætt gras, svo sem alfa-alfa og fleiri belgjurtir, þurrkað í vélum og malað. Þessi aðferð reynist þó alltaf nokkuð dýr. Votheysverkunin er algeng í U. S. A. og nær eingöngu franx- kvæmd á þann hátt, að grasið (sem oftast er mais) er skorið niður í ca. 1 cm langa búta og því síðan blásið með sömu vél og það er skorið með upp í ca. 15 m háa sívalninga. Þar press- ast grasið saman, jneðal annars af eigin þyngd sinni, og geymist vel og heldur nær öllum efnum sínuin óskemmdum. Sú aðferð er líka þekkt og dálítið notuð í Bandaríkjunum að bianda geymsluefnum í heyið, svo sem úrgangssyliri eða sýr- um. Mér var sagt af þar um fróðum mönnum, að ef rétt væri að farið við votheysgerðina, þyrfti ekki að nota nein geymslu- efni, sem alltaf hljóta að hafa nokkur aulcaútgjöld í för með sér. 5. Búfjárræktin. KlesL búfjárlcyn, sem nú eru ræktuð í Bandaríkjunum, eru flutt þangað frá fJvrópu og eiga næstum öll rót sína að rekja til Bretlandseyja. Þau hafa á undanförnum áratugum verið i-æktuð og kynbætt svo, að ýmis þeirra eru nú betri í U. S. A. en í nokkru öðru landi lieims. A. Nautgriparæktin greinist í tvo höfuðflokka, kjötkyn og mjólkurkyn. Af kjötkynjunum eru Herford, Aberdcen Angus og Shorthorn verðmætust og algengust í U. S. A. Af mjólkur- l<.ynjunum eru Holstein, Jersey, Guernsey, Arsliire og Brown Swiss verðmætust. Enn fremur eru tvö kyn, sem eru hvoit

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.