Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 57

Andvari - 01.01.1946, Page 57
ANDVARl Ferð til Bandaríkjanna 1944—45 53 tveggja í senn, bæði kjöt- og mjólkurkyn. En það eru Milking Shorthorn og Red Polled. Um verðmæti sumra mjólkurkynjanna gefa eftirfarandi tölur vitneskju. n') Holstein: Meðalnyt, 400000 kýr (í opinberum skýrslum): Mjólk 5000 kg, smjörfita 200 kg. í þessu eru 1. kálfs kvigur, sem náð hafa að mjólka 10 mánuði. Beztu Holsteini-kýrnar í U. S. A. hafa náð um 20000 kg ársnyt. Ekki er þar óalgeng 10000 kg ársnyt. Kýr þessar eru fremur stórar, þær vega frá 500—850 kg. b) Guernsey: Meðalnyt, 100000 kýr: Mjólk 4550 kg, smjör 230 kg. <■; Jersey: Meðalnyt: Mjólk 4830 kg, smjör 253 kg. Ég hef hér eigi við höndina opinberar skýrslur um nythæð annarra kúakynja í U. S. A. En ég veit þó, að bæði Brown Swiss og Arshire, sömuleiðis Milking Shorthorn, eru mjög góð kúalcyn, og eru í U. S. A. betur ræktuð heldur en víða annars staðar. Vil ég sérstaklega talca fram, að mér leizt mjög vel á Brown Swiss kýrnar. Þær eru, auk þess að vera góðar mjólkurkýr, allgóðir kjötframleiðendur og mjög harðgerðar °g þola misjöfn lífskjör. B. Sauðjjárrækt er allmikil í Bandaríkjunum. Fjárkynin eru llest hvort tveggja í senn, ullar- og kjötkyn. Bandaríkjamenn segja, að yfirleitt megi reikna með því, að einn þriðji af verðmæti sauðfjárafurðanna liggi í ullinni og tveir þrjðju blutar í kjötinu. Algengustu fjárkynin eru: Hampsliire-, Shorpshire-, South- down-, Merino-, Rambuelle-, Lincoln- og Columbia-fé. Kyn þessi eru nær öll af enskum uppruna. Columbiaféð er tiltölu- lega nýtt sauðfjárkyn, búið til við blöndun tveggja lcynja, sein sé Lincoln og Rambuelle. Það er stórt fé, harðgert, bráð- þroska og gefur að meðaltali 10—12 pund og allt upp í 22 l>und ullar á ári. C. Svinarækt er mjög mikil í U. S. A. Aðallega er fram- leitt svínakjöt, „ham“, en minna af „bacon“. Enda eru svínin

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.