Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 76

Andvari - 01.01.1946, Page 76
72 Runólfur Sveinsson ANDVAKI Sætheysgerð byg'gist á því að láta hitna í gryfjunum um og yfir 50° C. Við það útilokast ýmis óheppileg gerlastarfsemi í heyinu, en við hitann tapast 20—30% af fóðurgildi grassins. Þessi aðferð er nú að leggjast niður víða um heim. Súrheysverkun byggist á því að pressa heyið saman í gryfj- unum samtímis og það er sett í þær. Grasið má þó helzt elcki innihalda yfir 70% vatn. Fargið er erfitt og krefst allmikillar vinnu. Ef þessi aðferð er rétt og vel framkvæmd, tapast til- tölulega lítið af fóðurgildi grassins. Ameríkumenn nota nú mest þessa aðferð, framkvæmda á eftirfarandi hátt: Grasið er slegið í þurru og strax flutt heim, og við „gryfjurnar", sem eru þó ekki gryfjur, heldur sívaln- ingar 12—18 m háir, 3—4 m í þvermál (silos), er grasið skorið niður í ca. % tommu búta í þar til gerðri vél, um leið og þvi er „blásið“ upp í geymana. Þar er grasið troðið nokkuð og l»ressast sáman af eigin þunga. Síðan geymist heyið vel og lengi og efnatap er mjög lítið. Mér var sagt af þar um fróð- um mönnum, að hægt væri að verka allar fóðurjurtir á þenn- an hátt í vothey með góðum árangri. Ég hygg, að þessa aðferð ættu íslenzkir bændur að taka upp og nota sem aðal-----ef ekld einu — heyverkunaraðferð. Aðeins þegar rosinn er mestur og varla er þurr dagur viku eftir viku á slættinum, þá gæti verið nauðsynlegt að blanda geymsluefnum í grasið. Til þess hafa verið notuð ýmis efni. svo sem melassi, sykar, mjólkursýra, brennisteinssýra, fos- fórsýra, en bezt mun þó að nota einsúrt lcalsiumfosfai (CaHPoi), þar sem það hefur ýmsa kosti fram yfir öll hin. G. Vclanotkun utan húss og innan. Sagt hefur verið um íslenzkan landbúnað, að hann væri langt á eftir tímanum og öðrum þjóðum í tækni og véla notkun allri. Sé miðað við Bandaríki Ameríku er þetta að mestu leyti rétt, en miðað við sum búnaðarlönd í Evrópu eru sum þeirra litlu betur á vegi stödd i þessu efni. Ég vil fullyrða, að okkur sé nú mikil nauðsyn og e. t. v.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.