Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 79

Andvari - 01.01.1946, Page 79
andvaiu Ferð til Bandarikjanna 1944—45 75 og haldizt, að varan, sem boðin er fram, sé góð og fullnægi þeim kröfum, sem kaupendur og neytendur gera til hennar á hverjum tíma. Afkoma bændanna getur því aðeins orðið var- anlega góð, að vörurnar, sem þeir afla í sveita síns andlitis og bjóða fram á markað, séu svo góðar, að neytendurnir vilji stöðugt kaupa þsér og gefa fyrir þær viðunanlegt verð. Sama gildir auðvitað um sjómanninn og iðnaðarmanninn og hvern- þann, sem fæst við framleiðslu á vörum og verzlun með þær, unnar eða óunnar. Kröfur fólks til lífsþæginda og viðurværis fara vaxandi. Þó er langt síðan menn gerðu greinarmun á góðum og slæm- uni mat. Sá, sem kaupir misjafnar vörur, vill alveg eðlilega ekki greiða jafn mikið fyrir lélega vöru eins og góða. Þetta er eitt af grundvallaratriðunum fyrir mati og flokkun á vör- ‘«m, sem ganga kaupum og sölum. Ein aðalframleiðsluvara íslenzkra bænda er mjólk. Mikil! hluli hennar er notaður í heimahúsum, en einnig mjög mikið og í vaxandi mæli er selt til vinnslu og neyzlu, mest 1 höfuð- stað landsins. — Reykjavík ætti nú að nota um 15 milljónir af mjólk á ári. Þvi miður er ,,vörugæðum“ þeirrar mjólkur, sem seld er í Reykjavik, mjög ábótavant. Því mun valda meðal annars slæm vöruvöndun hjá bændunum, langar og erfiðar tlutningaleiðii' til Reykjavikur, of lítil og úrelt mjólkurstöð í Reylcjavik, en umfrani allt l'ráleitur frágangur mjólkurbúða í Reykjavík og úreltar afgreiðsluaðferðir þar. Önnur aðalframleiðsluvara bændanna er dilkakjöt. Nú er það nær allt fryst. Vörugæði þess mætti og þyrfti að bæta að mun. í fyrsta lagi með ræktun betri sauðfjárkynja i landinu. í öðru lagi með bættri meðferð kjötsins við slátrin. í þriðja iagi betri frystingu og geymslu. Kjöt, sem geyma á yfir þrjá mánuði, þarf að hraðfrysta með yfir -h- 30° C og geyma við -í- 18° C. Nokkuð af nautakjöti er selt hér, aðallega yfir sumartím- ann. Þetta kjöt er langt frá því að vera góð vara, miðað við {j°tt nautakjöt í ýmsum öðrum löndum. í fyrsta lagi eru is-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.