Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 14

Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 14
10 Eirikur Einarsson ANDVARI og hafa verið að gegna um innheimtuskipti annarra rílcja við Landsbankann; allt varð það að ganga í gegnum greipar Dana, og þá Landmandsbankans í Kaupmannahöfn, aðal- viðskiptabanka Landsbankans þar. — Fyrir öllu þurfti „upp- áskrift“ dansks banka. Þrátt fyrir þetta allt lá Magnúsi jafnan vel orð til Landmandsbankans, sem hélt áfram, eftir að ánauðinni var létt, að vera góður viðskiptavinur til síð- ustu ára Magnúsar og er það enn. Hitt varð honum bráðlega ljóst eftir komu sína i Landsbankann, hve mikilvægt það væri og nauðsynlegt, að undirlægjuaðstaða íslands gagnvart Dönum á fjármálasviðinu hyrfi úr sögunni, til þess að sjálf- stæði landsins yrrði meir en orðin ein, framfaraskilyrðin fengjust bætt og velmegun landsmanna gæti aukizt. Á þessu sviði hóf Magnús nú forgöngu með þeim árangri, er tryggir nafni hans og minningu traust sæti á meðal þeirra íslend- inga, er bezt hafa unnið ættjörð sinni. Má það kallast stórviðburður í fjármálasögu íslands og jafnframt sjálfstæðismálum þess, er útvegað var fyrsta erlenda lánið utan Danmerkur og án íhlutunar Dana. Lánaði Ham- brosbanki í London þá íslendingum 100 þúsund sterlings- pund með þeim tryggingum einum, er hér var upp á að bjóða. Var sú lántaka verk Magnúsar Sigurðssonar, en með honum unnu að málinu þeir Jón Magnússon forsætisráð- berra og Björn Sigurðsson bankastjóri. — Lán þetta var veitt árið 1919. Var nú ísinn brotinn og jafnan siðan skipt við llambrosbanka og Barclaysbankann. Hafði Magnús orð á þvi, hve vel þeir befðu ætíð reynzt Islendingum. En eins og á var drepið, héldu og áfram vinsamleg skipti við Landmandsbank- ann danska og fleiri danska banka. — Þess er vert að geta, að Magnús Sigurðsson var að engu leyti riðinn við hina brezku lántöku 1921, er mjög var deilt um og sætti harðri gagnrýni ýmissa íslendinga. Að öðru leyti var erlent lán varla svo tekið á árunum milli 1920 og 1940, að eigi kæmi til kasta Magnúsar um útvegurnar að meira eða minna leyti. Voru stærstu og erfiðustu lántökurnar algerlega í hans hönd- um, vegna þess að þegar mikið lá við, kom ekki annað til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.