Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 45
andvam
Framtíð skógræktar á íslandi
41
ósi. Hátt uppi í Tindastóli nórður af Sauðárkróki fundust
nokkrar fallegar birkiplöntur fyrir fáum árum. Eru þær í
djúpri laut, sem snjór helzt i fram á sumar. í Skagafjarðar-
dölum, bæði Vesturdal og Austurdal, er mjög fagur birki-
gróður í giljunum með Jökulsánum, og sunnarlega í Austur-
óal er allmikið og þétt kjarr í brekkunum upp af gljúfrinu.
Pram undir síðustu aldamót var vottur skógarleifa í Norður-
árdal, en þær eru nú upp urnar af hrossastóði.
Augljóst er, að hinar skagfirzku skógaleifar, sem enn hjara
ó yztu mörkum héraðsins, hafa aðeins bjargazt fyrir það,
að snjóalög hafa haldið hlífiskildi yfir þeim mikinn hluta
úrs, eða að ókleif gil hafa verndað þær fyrir sauðartönn
og ránshendi. En hitt er jafnaugljóst, að fyrr á öldum hafa
skógarnir í Skagafirði verið víðlendari en nú. Þá hefur björlt-
in vaxið alla leið norðan úr Fljótum óslitið suður í Austur-
dalsbotn og úr Tindastóli langt suður allan Vesturdal.
1 Þjórsá er fjöldi eyja og hólma. Eyjar þær, sem unnt var
að beita fénaði í, eru allar skóglausar og sumar þeirra mjög
uppblásnar, en hólmar þeir, sem torsótt er í, eru allir vaxnir
þéttum birkigróðri, og þar vottar hvergi fyrir jarðvegs-
skemmdum. Svipað þessu gildir um allar aðrar eyjar í ám
°g vötnum á öllu landinu.
Því betur sem leitað er um landið, því víðar rekast menn
á birkigróður. Ýmist er hann á afviknum stöðum, svo sem
við Hrefnubúðir undir Langjökli, langt upp með Þjórsá, eða
í giljum og klettaskorum. Þeir munu ekki margir hrepparnir
á íslandi, þar sem ekki hefur fundizt vottur skógarleifa.
Ef einhver nennti og gæti markað alla fundarstaði birkis
á venjulegt veggkort af íslandi með dálitlum depli, mundi
bortið verða æði skjöldótt, og mjög víða rnundu deplarnir
renna saman, svo að landið virtist að miklu leyti viði vaxið
niilli fjalls og fjöru.
Ari Þorgilsson hinn fróði hefur verið talinn manna rétt-
orðastur, og yfirleitt hafa menn treyst flestu því, sem hann
hermir. Þó hafa ýmsir viljað draga hina stuttorðu lýsingu
hans í efa, er hann segir: „í þann tíð var ísland viði vaxið