Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1949, Side 81

Andvari - 01.01.1949, Side 81
andvari Um lunda og kofnafar 77 var herramannsmatur, en heldur þótti hún létt í magann, °g var þvi víða vani að gefa lummukaffi um miðaftansleytið, þegar kofnasúpa var höfð í miðdagsmat. Lika þekktist það að reykja kofu. Þannig verkuð var hún álcaflega ljúffeng iueð nýjum kartöflum. Kvenmaðurinn mun hafa reytt 400—500 kofur á dag, ef setið var við allan daginn, — eða heldur meira en karlmað- urinn tók að jafnaði á dag. Vinnutíminn var álíka langur hjá báðum. Fiðrið var aðskilið i reytingunni. Hvíta fiðrið (bringu- fiðrið) reytt sér i ílát og það svarta sér. Síðan var það sett 1 poka og þurrkað í hjöllum. Fiður hefur alltaf verið eftir- sott verzlunarvara, bæði manna á meðal og eins i verzlanir. Góðar reytingakonur voru mjög eftirsóttar og þeim borgað hærra kaup en kaupakonum almennt. Sama var að segja uin duglega kofnamenn. Þeir voru mjög eftirsóttir, jafnvel sottir í fjarlægar sveitir, ef þeirra var þar kostur, og borgað mun hærra kaup en við heyvinnuna. — Fátækir fjölskyldu- nienn í nágrannasveitunum sóttust líka eftir að fá að fara 1 kofnafar með eyjabændum, til þess að seðja sína svöngu inunna. — Þeir tóku oftast upp á hlut og drógu þá ekki nl' sér við verkið. — Kofnatekja er erfið vinna, kaldsöm og óþrifaleg, einkum ef rigningar ganga og rosi, eins og oft vill til i Breiðafjarðar- eyjum siðari hluta sumarsins. Svo má heita, að ekki sé þurr þráður á mönnum að kvöldi, þó alhlífaðir séu, eftir að hafa VeIt sér á sjóblautum lundabölum allan daginn. Engin hlífðarföt halda slíku vosi. Og ekki eykur það á þrifnaðinn, l)egar hver hola er máske hálffull af vatni. En ekki dugir yð gefast upp. Kofan bíður ekki í holunni eftir að hún er húin, þó rigni. Og þeir, sem stunda veiðislcap, verða að grípa gæsina þegar hún gefst. Allur veiðiskapur verkar æsandi á menn. Og sitthvað gerðu nienn sér til dægrastyttingar við þetta verlc eins og önnur. h>g gamanið verður stundum gróft og grátt við vosbúð og kulda. —•

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.