Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 31
andvaiu Örgumleiði, gerpir, Arnljótarson 27
Þórarinssonar, erfðakröfu til goðorða þeirra og eigna, sem
Þórður hafði átt. „Fékk hún þá í hendur Þorvarði —■ allar
heimildir, þær er hún þóttist eiga í Eyjafirði eftir Þórð bróð-
ui' sinn.“ Má nærri geta, að Þorvarður muni hafa kynnt sér
eftir föngum jarðakaupabréf og máldaga, sem vörðuðu arf-
leifð Sighvats Sturlusonar, og þá sjálfsagt Grundar í Svarf-
aðardal. Það liggur og beint við, að hann hafi talið sig réttan
forsjármann eigna Þórðar kakala í Eyjafirði allt frá því að
hann felldi Eyjólf Þorsteinsson í Þverárbardaga hinn 19. júlí
1255. En Eyjólfur var þá umboðsmaður Þórðar í héraðinu.
Nokkrum vikum síðar fundust þeir að Grund frændurnir og
samherjarnir Þorvarður og Þorgils. Verður að ætla, að í
þessari fyrstu Svarfaðardalsför sinni eftir Þverárbardaga hafi
horvarður athugað, hverjar voru eignir Þórðar kakala þar í
by§gð, og kvaðir þær, sem á þeim hvíldu, svo sem ítök kirkna.
Lætur það að líkum, að þá hafi hann fengið vitneskju um
hólmann Örgumleiða.
Legar Þorgils skarði fór til stefnumótsins á Grund, var
hann nýlega kominn til Skagafjarðar. Hélt hann að heiman
frá Stað á Ölduhrygg hinn 13. ágúst. Höfðu þeir Þorvarður
okki fundizt frá því er leiðir skildu við Vatnsskarð skömmu
eitir Þverárbardaga. Höfuðóvinur þeirra, Hrafn Oddsson, sem
kornst nndan á flótta úr orustunni, bjó þá að Sauðafelli í Mið-
dölum. Er Þorgils fór að heiman í norðurför sína með aðeins
tuttugu manna sveit, þótti honnm „eigi fært að ríða Hauka-
dalsskarð, því að hann vissi, að Hrafni myndi ganga njósn
um ferð þeirra. Reið hann því til Laxárdals," segir í Þorgils
sögu. f skjóli náttmyrkurs freistaði Þorgils þess að komast
upp eftir dalnum, sem og tókst. En við „grafarlæk nokkurn“,
seni vera mun lækur sá, er nú kallast Grófarlækur og rennur
i Laxá gegnt Hrappsstöðum, rakst hann á Björn bónda drumb
i Hjarðarholti. Hefur frásögnin af viðskiptum þeirra verið
felld niður, þá er Þorgilssaga var stytt. Allar líkur hniga að
því, að Björn hafi verið til þess settur af Hrafni að gæta veg-
onna um Laxárdal, þar eð búizt var við komu Þorgils í Dali
þá um kvöldið. Er vandséð, hvert erindi annað Björn hefði