Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 38
34
Barði Guðmundsson
ANDVARI
daginn 21. janúar 1258, síðasta daginn sem Þorgils lifði, að
fnndum þeirra frænda bar enn saman. Töluðu þeir þá „margt
um héraðið og um skipti sín. — Urðu aldrei þverbrot með
þeim í talinu.“ Þeir „skildust heldur fálega“, segir sögurit-
arinn á ný, og fylgir þeim orðum þessi stórmerkilega klausa,
sein er forspjallsgrein að frásögninni af drápi Þorgils skarða
þá um nóttina: „Þorvarður úr Saurbæ var hinn mesti vinur
nafna síns af bændum í Eyjafirði. Hafði Þorvarður Þórarins-
son jafnan tal við hann. Hann þótti vera nokkuð óheill og
illráður." Ummæli þessi eru auðskilin og hin mikilvægustu,
þegar þcss er gætt, hvar þau standa í sögunni. Að hyggju
höfundarins hefur Þorvarður í Saurbæ átt þátt í því, að nafni
hans og vinur tók Þorgils skarða af lífi. Sú hlutdeild hefur
bersýnilega verið fólgin í undirferli og rógi. Það sýna orðin:
„bafði jafnan tal“ og „óheill og illráður“, svo að ekki verður
um villzt.
Af framanskráðum greinum Þorgilssögu má marka, að
upphaf þeirrar viðburðarásar, sem leiddi til vígs Þorgils
skarða, sé útkoma ívars „Arnljótarsonar“ með konungs-
bréfið. Enda varði Þorgils valdatöku sina í Eyjafirði með því
að skjóta sér bak við skipan Hákonar konungs. Þetta er harla
athvglisvert atriði, þar eð aðdragandi dráps Höskulds Hvíta-
nesgoða hefst einmitt með íslandsför Ivolbeins Arnljótarson-
ar. í Njálu hefur Kolbeinn ekkert annað hlutverk en að flytja
Hrapp utan. Af þeirri utanför leiðir hrakningur Njálssona í
Noregi, dráp Þráins, upptaka Hvítanesgoðorðsins og svo vig
Höskulds. Þegar Njálssynir biðja föður sinn um utanfarar-
leyfi, segir hann: „Erfið mun ykkur verða utanförin, svo að
tvísýnt mun verða, hvort þið haldið lífinu, en þó munið þið
fá sæmd í sumu og mannvirðing, en eigi örvænt, að af leiði
vandræði, er þið komið út.“ Er hér vitanlega fyrst og fremst
átt við hrakninga Njálssona vegna Hrapps og víg Þráins. Og
enn fremur segir Njáll, þá er rætt var um upptöku fimmtar-
dómsgoðorðanna: „Það er mörgum mönnum kunnugt, hversu
fór með sonum mínum og Grjótármönnum, að þeir drápu
Þráin Sigfússon, en þó sættumst vér á málið, og hefi ég nú