Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 8
4
Eiríkur Einarsson
ANDVARI
látan við alla, öran af fé, gjöfulan og gestrisinn, og kveður
Bogi hann hafa haldið ’súrðingu sinni til dauðadags. — Verður
hinn beini karlleggur Magnúsar Sigurðssonar lengra rakinn,
þótt hér verði staðar numið.
Föðuramma Magnúsar bankastjóra, en kona Magnúsar í
Bráðræði, var Guðrún, systir Jóns landlæknis Hjaltalín, en
kona „Jónsens“ á Ármóti og langamma M. S. var Halla
Magnúsdóttir frá Skálmholtshrauni. — Mætti á margan veg
rekja föðurættina til ýmissa frægðarmanna fyrri alda, en
eigi endist hér rúm til þeirrar ættfærslú.
Bergljót móðir MagnúSar Sigurðssonar var dóttir Árna
Gíslasonar, bónda á Bakka í Vallhólmi, og 3. konu hans,
Margrétar Gísladóttur. Var um 30 ára aldursmunur þeirra
hjóna. í endurminningum Indriða Einarssonar, Séð og lifað,
kveður hann Árna á Bakka verið hafa mestan bvihöld i
Hólminum, mikinn fyrningamann og hjálparhellu sveitunga
sinna, er hart var í ári og á þolrifin reyndi. Foreldrar Árna
á Bakka voru þau Gisli Árnason, hreppstjóri í Ásgeirsbrekku,
og kona hans, Hólmfríður Skúladóttir. Systir Árna var Þor-
björg, kona Guðmundar á Læk, föður Jóhannesar sýslu-
manns í Hjarðarholti, föður Jóhannesar bæjarfógeta \
Reykjavík, en bróðir Árna var Stefán, faðir Friðrilcs alþm.
á Skálá. — GJsli faðir Margrétar konu Árna á Bakka vai
bóndi í Húsey í Vallhólmi, Ólafsson, og kona hans, Rannveig
Sigfúsdóttir, frá Svaðastöðum. Var Gísli í Húsey borgfirzkur
að ætt. — Brynleifur Tobíasson yfirkennari, frá Geldinga-
bolti, rekur ættir Bergljótar nokkru lengra og segir, að táp-
miklar ættir standi þar að. Er þar margt þjóðkunnra manna
að finna. 1 fyrrnefndri bók Indriða Einarssonar segir og, að
fólk Árna á Bakka hafi verið í ætt við Albert Thorvaldsen,
og verður ekki hærra komizt.
Síðari ár ævinnar rak Magnús, afi Magnúsar banlcastjóra,
verzlun í húsinu Liverpool við Vesturgötu, og vann Sigurður
þar að ásamt föður sínum; eigi mun húsið hafa verið til
íbúðar, og sat Magnús sem fyrr að búi sínu í Bráðræði. Brann
þetta Liverpoolshús, en var nokkru síðar endurreist af Sig-