Andvari - 01.01.1949, Blaðsíða 66
62
Hákon Bjarnason
ANDVARI
Viðurinn er sterkur og endingargóður. Tekur hann greni-
viði mikið fram. Lerkið er meginlandstré, og þvi mætti ekki
að óreyndu treysta því, að það gæti náð góðum þroska hér.
En raunin hefur orðið sii, að sum lerkitrjánna, sem hér hafa
verið sett, bera af flestum eða öllum öðrum erlendum barr-
trjám. Reynsla manna í Tromsfylki í Noregi er hin sama og
hér. Lerkið hefur víða þrifizt þar með ágætum, enda þótt
menn héldu upphaflega, að úrkoman kynni að vera of mikii
fyrir það. Varla er þó vafi á, að lerkið kann betur við sig
fyrir norðan og austan heldur en sunnan lands.
Aður hefur verið skýrt frá, hvaða þroska nokkur hinna
elztu lerkitrjáa hafi tekið á Hallormsstað. En árið 1933 kom
eitt pund af lerkifræi hingað, sem safnað hafði verið í nánd
við Archangelsk í Rússlandi. Var því sáð í gróðrarstöðina á
Hallormsstað, en á árunum 1937—1939 voru rúm 6000 þeirra
sett í nærri 1,5 hektara lands í skóginum sunnan Atlavíkur.
Þessi tré hafa þrifizt með þeim ágætum, að nú er þarna sam-
felldur lerkiskógur um 4 metra á hæð að meðaltali. Mörg
trjánna eru um og yfir 5 metra á hæð. Öll eru trén í mjög
örum vexti, og hér mun ekki þurfa að bíða marga áratugi,
unz góður nytjaviður fæst úr þessum stað. Æskilegt væri að
auka ræktun lerkis, en fræ hefur ekki fengizt af þessum slóð-
um síðan, og vafasamt er, hvort það muni fást fyrst um sinn.
Hins verðum við að bíða ein 20 ár, að þessi tré fari að bera fræ.
Úr Norður-Noregi og austan úr Evrópu getum við, ef ham-
ingjan er okkur hliðholl, fengið þrjár barrviðartegundir, sem
allar hafa náð noklcrum þroska hér á landi, en munu geta
gefið enn betri raun. Slíkt er því góð viðbót við annað, sem
fæst frá Vesturheimi.
Á Suður- og Suðvesturlandi ætti því að mega rækta þessar
trjátegundir með góðuin árangri: Sitkagreni, fjallaþöll, livít-
greni, marþöll, skógarfuru, rauðgreni og enn fremur sums stað-
ar fjallaþin, contortafuru og alaskasedrus. En á Norður- og
Austurlandi: Lerki, fjallaþöll, hvítgreni, skógarfuru, rauð-
greni og sennilega einnig fjallaþin og contortafuru. Hér ætti
því að vera unnt að rækta allt að 9 mismunandi tegundir barr-