Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 25
Andvari.i Jóhannes Júlíus Havsteen amtmaður.
17
»Amlm. Havsteen liefur gegnt amtmannsembætti hjer
norðanlands í 13 ár, og fer nú bjeðan með þeim orð-
stýr, að hann liafi verið bæði duglegur, samvizkusam-
ur og mannúðlegur embættismaður. Amtsbúar hans
hafa því ástæðu til að sakna hans sem þess manns,
er ávalt var boðinn og búinn til að greiða úr málum
þeirra, undirmenn hans mega sakna hans sem mann-
úðlegs og lipurs j'firmanns, en sem þó kom fram
með fullri alvöru, þegar það álti við, og Akureyrarbær,
þar sem liann var borinn og barnfæddur, má sakna
hans sem góðs borgara, er i mörg ár sem bæjarfull-
trúi tók mikinn og góðan þátt í málum bæjarins. Norð-
lendingar kveðja hann því með beztu heillaóskum«.
Hið nýja embætti hans var alveg samkynja
því, er hann liafði þangað til liaft, en það var miklu
y'firgripsmeira. í norður og austurumdæminu voru
aðeins 6 sýslur og 1 kaupstaður þá. í suður- og
vesturamlinu voru 11 sýslur og 2 kaupstaðir, og þar
i Reykjavík. Auk þess var amtmaðurinn annað stipts-
yfirvaldanna. Þótt störfin því væru margfalt fleiri,
og margbreyttari en fyrir norðan, og hann farinn að
verða roskinn, þykist jeg mega fullyrða, að hann hafi
rækt þau með engu minni nákvæmni, reglusemi og
sanvizkusemi en. áður, og eptirlitsferðir fór hann eins
og áður, árlega, að minsla kosti fram undir aldamót.
Einmitt á því ári, sem Havsteen amtmaður tók
við embætti fyrst, byrjaði stjórnarskrárbaráttan á ný
hjer á landi; þótt ferill hennar væri æði skrykkjótt-
ur, var þó þungamiðjan altaf hin sama, innlend sjórn
með fullri ábyrgð. Kæmist hún á, voru amtmanna-
embættin að sjálfsögðu á förum; alla hans embætt-
istíð vofði það yfir honum, að hann yrði að láta af
embætti fyrir tírnann. Þetta varð loks með sljórnar-
Andvari XLI. 2