Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 49
Andvari. á íslandi í fornöld o. fl. 41
og segir O. Peltersson að af þeim 58 árum hafi í
29 ár verið hallæri mikið. Þetta er ekki rétt, þó
því eigi verði neitað, að þá var allmikill harðinda-
kafli. a þessu tímabili geta annálar ekkert um ár-
ferði í 35 ár, og hafa þá líklega verið meðal ár; þris-
var er talað um góðæri og 12 sinnum um harðindi
(hallæri, fellivetur, mannfall) og 8 ár virðast eftir
lýsingunni liafa verið meðalár. A þessum tíma hafa
þá verið 43 meðalár, 3 góð ár og 12 hörð ár, og
kemur það sæmilega vel við ástand hinna síðari alda.
Góð ár telja annálar sjaldan önnur ár, en þau sem
eru afbragðsár, og mörg af meðalárunum hafa eflaust
verið góð ár. Á þessu tímabili (1291—1348) er 6
sinnum getið um ís, á árunum 1306, 1314, 1319,.
1320, 1321, 1348, þrisvar um mikil llóð og sævar-
gang (1316. 1333, 1345); Hekla gaus þrisvar (1294,
1300, 1341) og önnur eldfjöll þrisvar (1311, 1332,
1340) og tvisvar er getið um landskjálfta (1308, 1339).
Það er augljóst, að margt hefir amað að íslending-
um á þessu árabili, en þó hafa stundum síðar komið
verri harðindakaflar en þessi. Því verður ekki neit-
að að 14. öldin var yfirleitt mjög örðug landsmönn-
um, þá var opt óáran og hallæri, sóttir og eldgos,
en 17. öldin var engu betri líklega fremur verri og
aldrei gjörðu eldgos eins mikið mein eins og á 18. öld.
Þó margt væri ritaða á 14. öld, þá sést enginn vottur
þess að menn berji sér, kveini eða kvarti, en bók-
mentir 17. aldar eru fullar af víli og örvæntingu.
Á 14. öld þola menn engan ójöfnuð, óbilgjarna skatta
eða álögur, rísa öndverðir gegn norskum hiskpum
og hirðstjórum og reka þá af sér með vopnum. Á
17. öld er komið annað hljóð í strokkinn, menn
skríða á magannm fyrir útlendu valdi, og einn og.