Andvari - 01.01.1916, Side 63
Andvari.l
á íslandi í fornöld o. fl.
55
meðal annars fratn á að kornyrkja heflr víðastverið
rejmd í liinum lægri bygðum landsins, en hefir mjög
snemma lagst niður á Norðurlandi, líklega á 10. og
11. öld. Eftir vitnisburði Arngríms ábóta var ak-
uryrkjan á 14. öld hvergi stunduð nema »á fám stöð-
um sunnanlands« og ekkert ræktað nema bygg; úr
því fór kornyrkjan smátt og smátt að leggjast niður,
þó menn á 15. öld stunduðu hana lítið eitt á stöku
stað syðst á landinu. þó miklu rninna korn væri
notað á heimilum fornmanna en síðar varð, þá var
þó aldrei svo mikið korn ræktað á landinu, að það
nægði, og hefir því eflaust frá öndverðu verið flutt
allmikið af korni og malti til landsins. Hvað korn-
matur hefir verið lítið notaður langt íram eftir öld-
um sést á gömlum úttektum og máldöguni og brauð
Dr. Björn Ólsen heflr réttilega benl á að akuryrkjan
heflr liaft meiri útbreiðslu á íslandi til forna en menn al-
ment héldu, hann liefir fyrstur ágætlega skýrt margt þar
að lútandi, og safnað ílestum heimildum á einn stað. Pó
flnst oss dr. Ólsen gera heldur mikið úr þýðingu korn-
yrkjunnar fyrir fornmenn og svo eru sumar tilgátur hans
nokkuð efasamar, að ætla að örnefnin gerði og traðirberi
vott um kornyrkju til forna er nokkuð djarít. Orðin pýddu
og pýða enn umgirt svæði, smátún sem hafa ræktast af
að vera ból eða nátthagar fyrir fé. »Að traða fé« er enn
sagt um að reka fé inn á umgirt svæði, enda hétu slík
svæði traðir og lieita sumstaðar enn, pó algengast sé nú
að nefna svo veg milli garða heim að bæjum sem liestar
og aðrar skepnur troða. Til skamms tíma liafa bændur
i Ska.ftafellssýslu haft nátthaga fyrir hesta, sem peir köll-
uðu traðir; 1360 er getið um »traðastað« og hrossabeit er
tilheyrir Mel í Miðflrði (D. I. III, 166) og hefir pað líklega
verið girðing fyrir hross líkt og »hrossastöðull«, sem er
nefndur 1356 (D. I. III, 114), höf. bendir sjálfur á, að 1220
er getið um traðir fyrir fénað í máldaga Gaulverjabæjar.