Andvari - 01.01.1916, Side 121
Audvari.]
Skafti lögsögumaður Póroddsson.
113
fram með fullri djörfung, festu og skörungskap, liver
sem í hlut átti, og jafnframt með rjettsýni og óhlut-
drægni. Petta alt varð til þess, að afla honum full-
komins trausts manna og vekja fullkomna virðingu
fyrir honum, og gat hann þá því betur notið sín í
stöðu sinni, enda munu fáir hafa orðið til þess, að
rísa öndverðir gegn honum. Og það mælir eigi gegn
þessu, þótt hann einstöku sinnum kunni að hafa
orðið að láta undan síga, er ofsi manna var svo
mikill, að við ekkert varð ráðið um sinn. Ríki sitt
hefur hann þó haft í hófi, og hefur hinum beztu og
vitrustu mönnum líkað mæta-vel lögsaga hans og öll
framkoma og afskifti af málum manna og Iandstjórn,
og því var linnn sífelt endurkosinn. Ef hann hefði
beitt ríki sínu úr hóíi eða komið fram með ofsa og
frekju eða nokkuru ranglæti, þá var hægur hjá, að
endurkjósa liann eigi og láta ríki hans vera lokið.
Skafti reyndist á annan veg. Hann var hófsamur,
stiltur, gætinn.
Skafti er ekki frægur fyrir hugprýði í vopna-
viðskiftum eða vígfimi og var enginn bardagamaður.
Yera má, að liann hafi nokkuð svo skort þess kon-
ar hugprýði. Frægð hans er öll önnur og af öðrum
og betri rótum runnin.
Af Skafta er engin sjerstök saga til, en lians er
getið í flestum íslendingasögum þeim, er gerðust um
daga hans.
Skafti var af góðum ættum kominn. Faðir hans
var Þóroddur goði á Hjalla í Ölfusi, en Þóroddur
var Eyvindsson, Þórgrímssonar, Grímólfssonar af
Ögðum, Einarssonar, Ölvissonar barnakarls, er var
víkingur mikill, Einarssonar, Snjallssonar, Vatnars-
jsonar konungs, Víkarssonar konungs, er frægur var
Andvari XLI. 8