Andvari - 01.01.1916, Síða 66
58
Um veðráttu og landkosti
[Andvari.
leifs kimba og Arnbjarnar og illdeilur þær er af þvi
hlutusl1).
Ur bygginu gjörðu menn malt sem kunnugt er
til ölhitanar. Fornmenn drukku mikið af öli, að
minsta kosti í veizlum og á stórbátíðum, en dagleg-
ur drykkur var ölið ekki, að minsta kosti hið inn-
lenda öl, og það fer mjög fjarri því, að ölið haíi í
fornöld verið sama fyrir almenning eins og kaffið nú
eins og dr. Björn Ólsen ætlar. Munngát fornaldar-
innar gat elcki geymst og varð því að brugga það
í hvert skifti er nola skyldi; er þess jafnan getið að
ölhitun fór fram fyrir hverja veizlu. t*á var ekki
enn farið að nota liumal til ölgjörðar, og í Noregi
er fyrst getið um humlagarða 1341 hjá kórsbræðrum
í Niðarósi, enda þroskast humall enn fremur illa á
Norðurlöndum og hefir minni gæði en suðrænni
afbrigði (t. d. frá Böhmen og Bayern). Humlarækt
er allgömul á Frakklandi, Decandolle getur um liumla-
garð þar árið 7G8, en hún varð ekki algeng á Þýzka-
landi fyrr en á 14. öld. Eins og jarðteinabækur bera
með sér mishepnaðist ölgerðin oft á íslandi og var
þá heitið á helga menn, Jón og Þorlák, og urðu þeir
oftast vel við. Þorlákur lielgi »var svá drykksæll, at
þat öl brast aldri er hann blessaði ok hann signdi
sinni hendi«, og þó hann drykki áfengi sá aldrei á
lionum. Um Jón Ögmundsson má einnig segja, að
hann var drykksæll. »Einhver maðr skyldi mungát
gera, ok horfðist á úvænlega; kvikurnar vildu eigi
duga. Horfðist þar til skaða mikils, ef efnit únyltist.
Þá hét hann á heilagan Jón biskup, at kvikurnar
skyldu duga, ok lireif þegar við, svá at þat varð
1) Eyrbyggja kap. 39, bls. 94—95.