Andvari - 01.01.1916, Page 118
Skafti lögsögumaður F’óroddsson.
Eftir
Janus Jónsson.
Samtímis því, er Úlíljólslög voru samþykt og al-
þingi stofnað samkvæmt þeim, var kosinn maður
einn, er segja skjddi upp lögin, lögsögumaður. Pá
er Úlfljótur kom út með lögin, hefur þing verið hald-
ið, og Úlfljótur borið þar fram lög þau, er hann
hafði samið. En vjer vitum ekkert um þetta þing
og eigi, hvar það var háð. Það er tvent til, annað
það, að ákvæðið um lögsögumanninn hafi staðið í
Úlfljótslögum, eða að þetta ráð hafi verið fundið og
í lög tekið á þingi því, er haldið var, þá er Úlíljót-
ur bar upp lög sin og landsmenn samþyktu þau.
Lagauppsaga Úlfljóts hefur verið beint framhald af
því starfi hans, er honum var á hendur falið að
semja lög handa landsmönnum; hann varð einnig
að gera þessi lög kunn og menn urðu að eiga þess
kost að læra þau. Undirbúningstími varð að vera,
áður en alþingi gæti komist á fót með ákveðnu, föstu
sniði, og menn höfðu lært lögin til fullnustu. Lögin
hafa þá fyrst verið sögð upp af lögsögumanni á hinu
fyrsta alþingi 930. Því ber eigi að telja Úlíljót hinn
fyrsta lögsögumann, í hinni eiginlegu þýðingu þessa