Andvari - 01.01.1916, Síða 59
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. 11.
51
skemma hver fyrir öðrum, og svona var haldið áfram
öld eftir öld, meðan nokkuð var til.
Sögurnar um útigöngu kvikfénaðar, frjófgunarafl
og viðkomu í skógunum á landnámstíð liafa í aug-
um margra manna mikið sönnunargildi til að sýna
landkosti fornaldarinnar og síðari afturför iandsins
og árferðisspillingu. Þess er getið að sauðfé Skalla-
gríms gekk sjálfaia í skógurn, í Hvítársíðu er sagt
að fé Hallkels gekk sjálíala úti og einnig er þess
getið að sauðir hurfu frá Ingimundi garnla og fund-
ust um voruð í skógum, þar heitir nú Sauðadalur
»ok má af því marka landkosli þá er í þat mund
vóru at féit gekk alt sjálfala úti«, bætir sagan við1)
Er auðséð á þessu að söguritarinn ýkir, því fyrst
segir liann að sauðir (nokkrir) hafi horíið, svo dregur
hann af því þá ályktun, að alt fé hafi gengið sjálf-
ala. í Þórðar sögu hreðu (sem ekki þykir mjög
áreiðanleg) segir, að fé Þorbjörns aumingja hafi geng-
ið sjálfala í skógum á utanverðu Miðfjarðarnesi,2)
og er það eigi mjög sennilegt. Annars eru þessar
frásagnir um sjálfala sauðfé í skógum á landnáms-
tíð mjög eðlilegar, þegar þær eru ekki gerðar of víð-
tækar; skógarnir voru vitanlega þá miklu meiri en
nú og sauðféð fátt, svo það voru engin undur þó
nokkuð af því gæti bjargast í skógurn að vetrarlagi,
þegar svo bar undir. Á 19. öld hefir sauðfé oft
verið hjargað með því að hleypa þvi í skóga í mestu
harðindavetrum, en skógarnir hafa eðlilega verið
skemdir með því. í Núpsstaðaskógum hefir villifé
lifað til skamins tíma, þó það hafi ekki átl að búa
1) Vatnsdæla bls. 38.
2) Póröar saga (1900) bls. 59.
4*