Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 44
30
Um veðráttu og landkosti
jAndvari*
lagt langt úl Breiðafjörð, svo að eigi mátti á skipum
komast frá Barðaströnd. Einn vetur, milli 1010 og
1012, kom á vetrarríki mikið og jarðbönn um Bitr-
una, á góu kom norðanliríð mikil og stóð liún í viku,
þá rak inn hafís, sem fyrr var getið. Þann vetur er
Snorri goði bjóst til aðfarar að Óspak á Eyri var
vetrarríki á mikið og lágu íirðir allir; litlu íjuir föstu
lá ís á Kolgrafarfirði og öðrum fjörðum norðan á
Snæfellsnesi. 1012 segir Fóstbræðrasaga að vetrar-
ríki mikið hafi verið víða um héruð og féll fé fyrir
mönnum, búin óhæg; sótlu margir menn norður á
Strandir til livalfanga. 1015 var hart á Norðurlandi
er Guðmundur ríki sendi Þorbjörn rindil til þess að
njósna um Þorkel hák, var þá hallæri, »en hvalreið-
arár mikið norður um Tjörnes«, svo líklega hefir
liafís þá komið að landi. 1023 er getið um veðráttu
illa og snjófall mikið í Bjarnar sögu Hítdælakappa
og vorið þegar þeir Þorgeir lióíleysa og Eyjólfur
vógust á við Garpsdalsá, voru kófviðri og frostviðri
og lagnaðarís á fjörðum lengi fram eftir. í Grettis-
sogu er nokkrum sinnum getið um viðráltufar, liríð-
ar og harðæri. Ilt var veður þegar Glámur varð úti,
og kalt þegar Grettir og þeir fóstbræður Þorgeir og
Þormóður fóru til Olafseyja að sækja uxann, og
liörð veðrálta og stórviðri voru oft meðan Grettir
var í Drangey.1) Þessi dæmi munu nægja til að sýna
1) Eyrbyggja (1895) bls. 89, 114, 125, 128. Hávarðar-
saga ísfirðings (1890) bls. 10. Ljósvetningasaga (1890) bls.
16, 25. Vallaljóts saga (1898) bls. 11, 17, 19. Laxdæla (1895)
bls. 209—210. Sbr. Fóstbræðrasaga (1899) bls. 9, 13. Eyr-
bj'ggja bls. 146, 153, 154. Fóstbræðrasaga bls. 27—28. Ljós-
vetningasaga bls. 61, 76, 136. Bjarnarsaga Hítdælakappa
(1898) bls. 63. Fóslbræðrasaga bls. 78—79. Grettissaga (1900)
bls. 102, 151, 240, 241-242.