Andvari - 01.01.1916, Síða 61
Andvari.]
á Íslandi í íornöld o. fl.
53
var við aðra frásögu en Brynju kúna, sem gekk úti
með 40 nautum sem öll voru frá henni komin1) og
varð bardagi út úr kúnni og létu 9 menn þar líf
sitt. Þar er ekki sagt á live löngum tíma k\rrin liefir
eignast þella afkvæmi og heldur ekki að luin altaf
hafi gengið úli með þessum nautum; annars er það
alkunnugt að nautgripir, og það jafnvel kýr, voru
látnir mjög ganga úti, þegar fært var, langt fram eftir
öldum. Það er því ekki liægt að byggja mikið á
þessari einu sögu, setn líka vel getur liafa aukist í
meðferðinni á langri leið. Um mikla viðkomu svína
er oflar getið. Steinólíi lága hurfu 3 svin, þau fund-
ust tveim vetrum siðar og voru þá þrír tígir svína.
Helgi magri selti göltinn Sölva í land við Galtarham-
ar með gyllu, fundust þau 3 vetrum síðar á Sölva-
dal og voru 70 svín.2 3 *) Ingimundi gamla hurfu 10
svín og fundust þau eigi fyrr en annað sumar að
hausli og voru þá saman hundrað, meðal þeirra var
gölturinn Beigaður, hann svamm yfir Svínavatn »ok
varð svo móðr, at af honum gengu klaufirnar«8).
Svín synda vel, en ótrúlegt er að klaufirnar hafi geng-
ið af gellinum af mæði. Annars eru þessar svína
sögur ekkert sérlega ótrúlegar. Hið forna »landsvín«
var magurt og renglulegt svína-afbrigði, sem í fornöld
var alment á Norðurlöndum og geklc mjög úti, það
voru harðgjör og þolin svín, mjög frjósöm og eign-
uðust íjölda grísa; gylturnar gengu aðeins með í
16—17 vikur, urðu kynþroskaðar 4—6 mánaða og
1) Landnáma bls. 40.
2) Landnáma bls. 94, 151.
3) Valnsdæla bls. 38—39. Sbr. Ferðabók f\ Th. I.,
bls. 104—105.