Andvari - 01.01.1916, Side 34
26
Um veðráttu og landkosti
[Andvari.
skógunum, um stórbú og nautpeningsrækt o. s. frv.
Ennfremur vitna menn í það hvað sjaldan er getið
um liafís í hinum elztu heimildum og sumir ætla, \
að jöklar og jökulár liafi verið minni, að afréttir hafi
verið grösugri úr því svo margir liöfðu í seljum, sem
nú eru lögð niður, að hj'gð hafi verið meiri til fjalla
o. s. frv. Þó ýmsir fræðimenn og alþýðumenn hafi
tilfært þetta og annað um liagsældir fornaldarinnar,
þá hafa skoðanirnar aldrei verið bygðar á nákvæmri
rannsókn og gagnskoðun heimildanna; margar skoð-
anir vorar um fornöldina hafa fremur verið byðar á
tilfinningum og ímyndunum, skáldadraumum og gull-
aldargeipi, en á rökstuddri ransókn, þess vegna hugs-
ar almenningur sér fornöldina oft svo miklu glæsi-
legri en hún var í raun og veru. Vér munum þá
taka til alhugunar nokkur atriði þeirra röksemda,
sem færðar liafa verið fyrir veðursæld fornaldarinnar.
Hafísrekið að ströndum íslands hefir jafnan haft
mikil álirif á árferðið. Þegar hafþök koma af ísi
fyllir hanti all hafið milli Grænlands og íslands, nær
allar götur norður í Hafsbotna og er í samhengi við
rekísbreiðurnar fyrir norðan Spitzbergen og Siberíu.
Þegar ísflákar þessir, mörgum sinnum stærri en Is-
land alt, nálgast landið og grípa með lieljartökum
um mikinn hluta strandanna, hlýtur lofthitinn og
sævarhitinn að lækka ákaílega við ísland og í ná-
lægum höfum. Isárin liafa því mikil og skaðleg
áhrif á árferði íslands og orsaka einnig sýnilegar
breytingar á loftslagi og veðurfari Európu. Um haf-
ísinn hefi eg allítarlega xátað í Lýsingu íslands (I. bls.
48—61) og vísa þangað.
Sænskur vísindamaður Olto Pettersson að nafni,
sem mikið hefir fengist við sævarrannsóknir og veð-