Andvari - 01.01.1916, Síða 134
126
Skafti lögsögumaður Þóroddsson.
Andvarí.f
reyndi að ná sáttum og friði lil handa Steini. Á Giska
dvaldist Steinn veturinn 1026—1027, en um vorið
Ieitaði Þórbergur honum sættar við konung, og leyfði
konungur, að hann mætti i friði fara, hvert er hann
vildi, en eigi vildi hann hafa Stein með sjer. Steinn
fór þá (1027) vestur til Englands til lianda Ivnúti
ríka og var með honum lengi í góðu yfirlæti. Steinn
barst á svo mjog, að sagt er, að hann hafi látið skóa
hest sinn gullskóm og vildi keppa við konung sjálf-
an. Knútur konungur vildi þá eigi hafa hann með
sjer, og rjeðst Steinn þá í kaupferðir. En syrgileg
urðu afdrif Steins, ef það er satt, að þvottakona
skyldi hafa barið hann til bana, er hann komst á
land á Jótlandi af skipbroti og var svo máttfarinn^
að hann gat eigi bjargað sjer og enga vörn veitt.
Konan sá, að hann var mjög skrautbúinn og myrti
hann til fjár sjer. En menn ætla, að hitt tnuni sann-
ara, að Steinn hali druknað þarna og lík hans rekið
á land, og hafi konan rænt líkið.
Svo fór þá, að Ólafi konungi var eigi ílult dráp-
an, er Skafli hafði ort um hann. Af henni er ekkert
til. Ekkert er heldur til af kvæðum Steins, hvorki
lausavísur nje drápa sú, er hann orti um Knút kon-
ung (Skáldatal: Sn.E. A.M. III,).
Það var áður en Skafti varð Iögsögumaður og
liófst til fulls vegs og fullrar virðingar, er Njáls saga
segir, að þeir feðgar veittu Gissuri hvíta að hverju
máli, og má vera, að Skafti hafi þá farið að ráðum
og vilja föður síns. Þeir veittu Gissuri og Geiri goða
að eflirmáli eftir víg Oddkels í Kirkjubæ og þeirra fje-
laga (985) á hendur Gunnari á Hlíðarenda og Kol-
skeggi bróður hans, er feldu þá í bardaga við Rangá.
Þóroddur lagði það lil á þingi, að sætzt yrði á málið*