Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 124
116
Skafti lögsögumaður Póroddsson.
[Andvari.
ortir um konu hans. Var þat illa gert, enda var þat
illu goldit«. Það væri ekki óhugsandi, að þetta kynni
að standa í einhverju sambandi við utanför Skafta,
og að ofsóknir af hendi Orms við Skafta sökum
mansöngsdrápunnar um konu hans haíi orðið til
þess, að Skafti fór utan, og hafi hann því eigi að
öllu leyti verið sjálfráði farar sinnar, og Ormur einn-
ig tekið fje af honum. þótt Ölkofraþáttur sje eigi
sannsögulegur, þá er hann þó allforn, og munu þessi
orð Brodda styðjast við sannindi, og má telja það
víst, að Skafti haíi ort mansöngsdrápuna, en efnið í
þætlinum er að mestu leyti tilbúningur einn og á að
sýna, hvernig sex goðar, og er Skafti einn þeirra, eru
brögðum beittir og sæta illmælum af Brodda Bjarna-
syni, er þeir ætla málssókn að hefja á hendur Þór-
halli búanda í Bláskógum á Þórhallsstöðum, en lion-
um hafði það slys viljað til, að hann brendi upp
skóg þeirra goðanna, Goðaskóg, svo og sinn skóg
sjálfs, er hann var að kolagerð, og var Þórhalli hið
mesta vesalmenni, en vel fjáreigandi, en Broddi tók
að sjer, að veita honum lið í málinu og bjarga því.
Þórhallur seldi þingmönnum öl og hafði kofra á
höfði, og því kölluðu þingmenn hann Ölkofra. Þátt-
urinn er tilbúningur einn og gamansaga, og er þetta
um skifli þeirra Brodda og goðanna nauðalíkt því,
sem segir í Bandamannasögu um viðskifti Egils
Skúlasonar við þá höfðingjana, er sú saga segir
frá, og hefur þátturinn tekið eftir Bandamannasögu,
enda þótt þátturinn eigi að gerast um 1025 eða
mannsaldri fyr en Bandamannasaga.
Helga hjet dóttir Þórodds goða, en systir Skafta.
Tveir menn urðu til að biðja hennar. Annar var
Þórgils Örrabeinsstjúpur í Traðarholti, kappi mikill,