Andvari - 01.01.1916, Síða 69
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. íl.
G1
lega, að það skyldi hver helzt drekka sem til lysti,
bæði nótt og dag og það til marks um að stóra
stofan (í Skálholti) var þrísetin gátta í milli af höf-
uðsmönnum og var þar ekki annað drukkið en þj'zkt
öl og þaðan af dýrra öl1)®. Lýsir þetta meðal ann-
ars að þá hefir þegar verið mikill aðllutningur af út-
lendu öli. Árið 1308 sendir Árni biskup í Björgvin
Arna Helgasjmi í Skálliolti meðal annars »hálfa lest
biorssa1). Á 14. og 15. öld tilskilja biskupar það
jafnan í vísitazíubréfum sínum, ,að prestar »plagi« þá
og sveina þeirra »með mat og eyl« eins og Jón bisk-
up Vilhjálmsson kemst að orði 14292 3). Þegar Odd-
ur Arnórsson var dæmdur fyrir harlc og uppistand
gegn Ólafi biskupi Rögnvaldssyni 1491, þá er hbnum
meðal annars borið á brýn af biskupi, að hann í
vísitazíu á Bægisá »sló niður og upp á oss mat og
öl á vor klæði að mörgum dandimönnum nærver-
andi«s). Sýnir þetta meðal annars að biskupar hafa
drukkið öl með mat sínum á prestsetrunum. Á 14.
og 15. öld mun lieldri mönnum sjaldan liafa verið
boðið annað en úllent öl, og alloft eru bjórtunnur
taldar með búsgögnum og það jafnvel í kirkjum;
1355 á t. d. kirkjan á Kvennabrekku bjórtunnu. Hið
útlenda (enska) öl hefir verið fremur ódýrt, að minsta
kosli hinar almennari legundir. Eftir kaupsetningu
í Vestmannaeyjum 1420 eru 4 tunnur bjórs metnar
á hundrað og verður þá eftir nútíðar verðlagi 29—30
aura polturinn, og 1531 er öltunnan metin á 30 íiska4).
1) ísl. ann. bls. 285. Dipl. isl. II, bls. 363.
2) Dipl. ist. IV, bls. 397. Sbr. III, 507; IV, 4G3, V, 530.
3) Dipl. ísl. VI, bls. 741.
4) Dipl. isl. III, bls. 100; IV, 276; IX, bls. 583.