Andvari - 01.01.1916, Side 117
Andvari.;
Um landsróttindin.
109
innar með þjóðaratkvæði að koma til. En þetta liefir
þær afleiðingar út á við, að það ástand og þær
stjórnarvenjur, er Danir hafa látið gilda um sam-
bandið liingað til, verða framvegis að standa óliagg-
aðar af þeim, að svo miklu leyti sem stjórnarskráin
gerir ekki breytingar á þeim.
Fyrir þessar sakir er það því, að þar sem það
hefir verið föst stjórnarvenja um öll mál, er þau að
einhverju leyti hafa varðað ísland, að leita jafnan
álits og samþykkis íslenzkra stjórnarvalda, þá er
það nú orðið að rétti oss til handa að svo skuli
vera í framtíðinni.
Ef út af væri brugðið, þá væri með því gerð
breyting á sambandinu, sem er óheimilt nema sam-
þykki vort komi lil samkvæmt ofangreindu ákvæði
sljórnarskrárinnar um það, sem til þess þarf liér á
Iandi að breyling geti orðið á sambandinu, og því
fyrir Dani bindandi ákvæði Stöðulaganna, að ísland
skuli hafa sín sérstöku landsréttindi.
Að þessu sinni vil eg svo ekki ræða sjálfstæðis-
málið frekara til þess ekki með umræðum um smærri
atriði, sem enn eru óútkljáð, að draga hér athyglina
frá þeirri verulegu og stórmiklu breytingu, sem orð-
in er á ástandinu frá því, sem áður var, þar sem
vér nú liöfum öðlast ekki að eins fullveldi í sérmál-
unum og þar með ríkisviðurkenningu af liálfu Dana
heldur líka ákveðið vald í framkvæmdinni í öllum
vorum málum öðrum.'3feijl h «:i