Andvari - 01.01.1916, Side 51
Andvari.]
á íslandi í fornöld o. fl.
43
arinnar hljóta að liggja dýpra> r breytingum á liugs-
unarhætti þjóðarinnar og hnignun í bjargræðistápi
almennings. Pað ber eigi sjaldan við að þrek þjóð-
anna og geðslag einstaklinganna veiklast af andlegum
áhrifum, svo margir leggja árar í bát og verða lin-
gerðir og þreklausir. Snöggar og stórar brevtingar
befir hin íslenzka þjóð sjaldan þolað veiklunarlaust,
enda er bún vegna einangrunarinnar mjög móttæki-
leg fyrir andlegt og líkamlegt sóttnæmi, eins og kunn-
ugt er um aðrar þjóðir, sem líkt stendur á fyrir.
Ber einna mest á þessu við þrenn timamót, á Sturl-
ungaöld, við siðabót og í byrjun 20. aldar; það kem-
ur eigi sjaldan fyrir á slíkum tímamótum að einhver
andleg sj'king raskar jafnvægi skynseminnar lijá all-
mörgum einstaklingum og það eigi sízl bjá sumum
þeirra sem annars hafa góða liæfileika.
Þó ekki sé að neinum mun sýnileg aflurför á
efnahag þjóðarinnar á 13. og 14. öld, að minsta
kosti eflir þeim heimildum sem nú eru til, þá hefir
geðslag og bugsunarháttur alþýðunnar töluvert verið
farinn að breylast frá því sem var í heiðni, enda
hafði sú breyting orðið á allri binni norrænu ætt-
kvísl. Lýðveldið, sem svo var kallað, leið undir lok
i vitfirringu Sturlungualdar, beztu menn þjóðarinnar
slátruðu bver öðrum miskunarlaust og tilgangslaust,
og heilar ættir upprættust. Um sama leyti fór þjóð-
in að einangrast út úr heiminum og varð fyrir utan
menningarviðreisn annara þjóða á fastalandi álf-
unnar. Þegar kristnin var lögleidd varð þjóðin al-
gjörlega að skifta ham, fékk aðra lífsskoðun, annan
sjóndeildarhring og aðra siði, en breyting sú á venj-
um og hugsunarhætti þjóðarinnar, sem orsakaðist af
kristnitökunni, var lengi að festa rætur. Kirkjulegur