Andvari - 01.01.1916, Page 136
128
Skafti lögsögumaður Þóroddssou.
[Andvari.
yður í liíbýli mín«. Það er auðfundið, að nokkur
styggleikur kemur fram í þessum orðum, og hefur
Skafta líkað illa, er þeir skjddu koma til hans í þess-
um erindum. Ásgrímur svarar: »Illa er slíkt mælt,
at verða mönnum þá sízt að liði, er mest liggr við«.
Um liðveizluna var ekki meira talað, en Skafti beindi
þá óvinsamlegum orðum að Skarphjeðni, er þar stóð
í flokki þeirra, og mælti: »Hverr er sá maðr, er
fjórir menn ganga fyrri, mikill maðr ok fölleitr, ó-
gæfusamlegr, harðlegr ok trollslegr?«. Hann svarar:
»Skarphéðinn heili ek, ok hefir þú sét mik jafnan
á þingi. En vera mun ek því vitrari en þú, at ek
þarf ekki at spyrja þik, hvat þú heitir. Þú heitir
Skafti Þóroddsson. En fyrr kallaðir þú þik Bursta-
koll, þá er þú hafðir drepit Ketil ór Eldu. Gerðir þú
þér þá koll ok bart tjöru í höfut þér. Síðan keyptir
þú at þrælum, að rísta upp jarðarmen, ok skreitt þú
þar undir um nóttina. Síðan fórt þú til Þórólfs Lofts-
sonar á Eyrum, ok tók hann við þér ok bar þik út
í mjölsekkjum sínum«. Eftir það gengu þeir Ásgrím-
ur út. En Skafti hefur setið eftir stórreiður, sem von
var. Þess liefði Skafti átt að geta bundizt, svo gæt-
inn og stillur maður sem liann var, að beina þess-
um orðum að Skarphjeðni, en svo fór og öðrum
liöfðingjum, er þeir gengu til, er þeir fóru úr búð
Skafta, að þeir viku líkum orðurn að Skarphjeðni,
og sýnir það, hversu hann hefir verið illa þokkaður
af vígi Höskulds. Svar Skarpbjeðins til Skafta er ill-
mæli ein og ósannindi, og er eigi furða, þótt Skafti
reiddist, er hann var svo mjög svívirður. Það, sem
satt er í svari Skarphjeðins, er þetta, að Skafti hefur
drepið Ketil úr Eldu, norskan mann, og það hefur
Skafti gert í utanför sinni, er hann var í Noregi.