Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 81
Andvari.]
á Islandi í fornöld o. fl.
73
afturför i efnalegu tillili, allur vinnuarðurinn hélst
áður í landinu, nú íluttist liann út úr því. Það virð-
ist því augljóst, að það er ekki eingöngu harðindin,
sem hafa verið orsök fækkunar nautgripa, j7msar
aðrar orsakir eru lil þess eins og vér stuttlega höfum
leitast við að sýna.
Ef veðráttufar íslands frá landnámstíð frani á
Sturlungaöld hefði verið miklu vægara og snjóaminna
en síðar varð, liefði það hlolið að koma í Ijós eigi
að eins í mannlííinu og atvinnuvegunum, heldur og
í ýmsum fyrirbrigðum náttúrunnar. Sérstaklega hefði
hálendi íslands hlotið að bera menjar þess. Ef ár-
ferðið öld eftir öld hefði verið hlýtt og blítt, hefði
snælínan legið hærra, skriðjökulstangarnir hefðu
verið styttri, jurtagróðurinn liefði náð lengra upp á
öræfin, grasblettir hefðu verið lleiri á hálendinu,
bygðin náð lengra upp til fjalla o. s. frv. En þess
sjást engin inerki, að nein veruleg brej'ting hafl orð-
ið á þessu síðan í fornöld.
Menn höfðu til forna miklu meira í seljum en
nú og sel voru víða hátt til fjalla og heiða; þau
lögðust niður, ekki vegna þess að landkoslir rýrn-
uðu, heldur af breytingu á búskaparlagi og af vinnu-
fólkseklu, það hefir altaf smátt og smátt orðið örð-
ugra og dýrara að búa á stóru jörðunum af þvi
vinnukrafturinn varð dýrari, ekki að eins kaupgjald-
ið, hækkun þess hefir eigi alténd verið eins tilíinnan-
leg eins og kostnaðurinn við að fæða fólkið eftir að
kröfurnar urðu nreiri, og eyðslan hefir jafnan vaxið
fljótar en afrakslurinn. Svo þegar harðindi bætast
ol'an á örðuga verzlun og búskaparbasl, slær óbug
á menn, þeir leggja árar í bát, þrekið linast og liug-