Andvari - 01.01.1916, Page 111
Andvari.j
Bréf Gísla Hjálmarssonar.
103
— Hreifið ekki við neinu nú, en talið við þá liöfuð-
paurana, sem ekki vilja taka í neitt, væntanlega af
hræðslu fyrir bæði útgjöldum og vináttu þeirra, sem
vitanleg rangindi gera og sem aldrei komast inn fyrir
himnaríkis dyr. Jón Sigurðsson segir stjórnina hrædda
við fólkið, en okkur embættismenn gefur hún dj[öfl-
inum], því liún veit eða þykist vita, að vér beygjum
kné vor fyrir Bal. Eg get ekki komizt til að skrifa
yður, ekki til að skrifa svo þér skiljið mig, því eg
skrifa svo grautarlega; eg segi það satt, mjer þykir
afskiptaleysi og smámunir [óverjandi]1 2 3), þegar um
meira en lífið er að tefla; þvi einstakt lif verður oft-
ast bœtt, en þjóðarlif aldrei, ef það tapasts).
-----------------------------------------------3).
Yðar skuldbundinn einlægur
heiðrandi v[inur]
G[ísli] Hjálmarsson.
1) Þetta orö eða annað því likt mun hafa fallið burt,
ineð því að bréíið er ritað í flýti.
2) Undirstr. hér.
3) Hér er felldur úr kafli um læknisráð.