Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 130
122
Skafti lögsögumaður Þóroddsson.
[Andvari.
heiðni var af tekin nokkrum vetrum síðar, og var
það fyrir íhlutun og afskifti Ólafs konungs Haralds-
sonar, Hann setti kristinrjett í Neregi með ráði Grím-
kels biskups og annara kennimanna, og lagði á það
allan hug, að taka af lieiðni og fornar venjur, þær
er honum þótti kristnispell í. Með honum voru ís-
lenzkir menn, og spurði konungur eftir vendilega,
hvernig kristindómur væri haldinn á íslandi; en er
þeir sögðu konungi, þótti honum mikilla muna á
vant, að vel væri. Þeir sögðu og konungi frá mörgu
stórmenni því, er þá var á íslandi, og munu þeir
hafa sérstaklega til nefnt Skafta Þóroddssnn, er þá
hafði lögsögu á landinu, svo og Hjalta Skeggjason
og ýmsa aðra höfðingja. Ólafur konungur sendi þá
orð og jartegnir Hjalta Skeggjasyni og stefndi hon-
um á sinn fund, og fór Hjalti utan að orðsending
konungs. Þá sendi hann og orð Skafta lögsögumanni
og öðrum þeim mönnum, er mest rjeðu lögum á ís-
landi, að þeir skyldu talca það úr lögum, er honum
þótti mest í móti kristindómi, og varð það fram-
gengt, og hefur Skafti sjálfsagt borið upp það ný-
mæli og átti í því mestan hlut, er það náði fram að
ganga. íslendingar færðu þá lög sín og setlu krist-
inrjett, eftir því sem orð hafði til sent Ólafur kon-
ungur. Þetta var árið 1016.
Af frásögn íslendinga í Noregi hefur Olafur koti-
ungur vitað góð deili á Skafta Þóroddssyni og öðr-
um helztu höfðingjum á landinu. Þá er hann vildi
koma af höndum sjer Hræreki Upplendingakonungi,
er konungur hafði náð á vald sitt (1018), en ávalt
sat um líf konungs, fól liann Þórarni Nefjúlfssyni að
flytja hann til Grænlands og færa hann Leifi Eiríks-
syni í Bröttuhlíð. En ef Þórarinn kæmist eigi til