Andvari - 01.01.1916, Blaðsíða 110
102
Bréf Gísla Iljálraarssonar.
[Andvari.
alvara, en efinn á því gerir menn deigari«x). Petta
segir sá maður, sem helgað hefir nú í 20 ár til þarfa
vorra því dugnaðarmesta lífi, sem eg þekki, maður,
sem, hefði hann viljað ganga sama veg og höfðingj-
ar vorir, hefði orðið kanske guvernör1 2 3) og konungs-
höíðingi fyrsti hér á landi, eður ráðgjafi erlendis. —
Þetta er sárt, minn bezti, að hafa litil vopn til varn-
ar, en vera í stríði, og brjóta öll þau vopn, sem
duga, úr höndum sínum. Svo skiptir um með skoðun,
að danskur maður, þar sem Meilbye8) er, hannjátar
í bréfi til mín, að hann skammast sín vegna þessara
landa sinna, Trampe og Rosenörns, en hann segir,
sem satt er, að ei séu allir svo.
Honum farast seinast svo orð:
»Den vapnefjerdske Adresse til Kongen kender
De vell Gid dog lignende — maaske heldst lidt for-
andrede i visse Punkter — maatte blive indsendte fra
hele Landet, med talrigeste Underskrifter, og især for
vort Vedkommende her paa Österlandet, selv om det
skulde koste en Extrapost, der som det ikke kunde
iværksættes inden den ordinære Posts Afgang«.
Þetta talar maður danskur, sem ei vill sleppa
oss frá Dönum. f*að vissi eg vel áður og hann skrif-
ar mér það, en liann kallar fyrir ministrana4) og
danska »desperat Idee at al ville indkorporere Island
i Danmark«. Þetta er dagsanna, því það verður okkur
og þeim til mestu ógæfu og okkur hrein eyðilegging.
1) Sbr. bréf Jóns Sigurðssonar til Gísla, dags. 29.
sept. 1851, prentað í Minningarrili aldarafmœlis Jóns Sig-
nrðssonar, Rv. 1911, bls. 185—186.
2) Landstjóri, p. e. stiftamtmaður.
3) Líklega verzlunarstjóri með því nafni á Vopnafirði.
4) P. e. ráðgjafa konungs.