Andvari - 01.01.1916, Qupperneq 91
Andvari.l
Enn um þjóðfundinn 1851.
83
4. Úr Mýrasýslu, undirskrifað af Ó. presti Pálssyni.
5 Úr Dalasýslu, undirskrifað af G. presti Einars-
syni og umboðsmanni Sivertsen.
G. Úr Skagafjarðarsýslu, undirskrifað af L. sýslu-
manni Thorarensen, Benidikt prófasti Vigfússyni,
síra J. J. Reykjalín, S. Guðmundssyni og T.
Tómassyni.
Öll þessi frumvörp fara fram á fullkominn að-
skilnað milli Danmerkur og íslands, og vilja frá ís-
lands hálfu einungis hafa sameiginlegan konung með
Danmörku, meðan að sá er konungur, er tekið liefur
við ríkisstjórn samkvæmt núgildandi erfðalögum, og
að því er snerlir valdsvið konungs hjer á landi, vilja
þau takmarka það með frestandi synjunarvaldi.
Sum af frumvörpunum vilja engin sameiginleg mál
hafa, en önnur að meiru eða minna leyti, en öll eru
þau sammála um, að ónauðsjmlegt sje að hafa fulllrúa
á rikisþinginu fyrir ísland. Þau vilja, að alþingi hafi
hjer á landi, alveg liið sama vald og ríkisþingið í
Danmörku, og frumvarpið úr Skagafjarðarsýslu inni-
heldur þá undarlegu tillögu, að mál, sein ríkisþingið
og alþingi geti ekki komið sjer saman um, skuli send
stórþinginu í Noregi, til úrslila. Fjárhaginn heimta
menn algjörlega aðskilinn frá Danmörku, en það lítur
ekki út fyrir, að menn hafi við sama tækifæri. hugs-
að til, að taka á sig neinn hluta af sameiginlegum
ríkisskuldum. Landinu vilja þeir, að sje stjórnað af
3 ráðgjöfum, setja á stofn hæslarjett, er í sjeu 7 eða
9 dómarar, og eilt frumvarpanna heimtar að auki
varabiskup á Norðurlandi, og latínuskóla þar, en
ekkert þeirra skýrir frá því, hvernig peninga til þessa
alls skuli allað, eða hvernig fá megi hæfa menn í em-
hætti þau, sem farið er fram á að stofna. Hjer í