Andvari - 01.01.1889, Blaðsíða 86
80
ur, sem eg hefi séð; fjöll eru hér engin, en lágar öldur
og hálsahungur í löngum ræmum á milli vatnsdrag-
anna, er safnast saman í lautunum. Bungur pessar og
•öldur hafa flestallar sérstök nöfn og liggja margar jafn-
hliða frá norðri til suðurs (eða pó fremur frá N. N. A.
til S. S. V.); við riðum alltaf fremur nálægt Hvítá og
er par allstaðar nærri slétt land og mjög grösugt. Marg-
ar ár og kvíslar renna um Hrunamannaafrétt vestur í
Hvítá, og eru suinar þeirra 1 leysingum á vorin ákaflega
vatnsmiklar, en nú voru allar bergvatnskvíslar pví nær
purrar vegna hitanna, sem gengið höfðu að undanförnu.
Af bergvatnskvíslum peim, sem vér fórum yfir, fórum
við fyrst yfir Búðará; hún kemur upp fyrir austan norð-
urendann á Búrfelli og rennur niður með pví fyrir
framan pað í gili, svo fyrir Búrfellsmýrar út með Hnaus-
heiði og suður fyrir endann á henni í Hvítá, spölkorn
fyrir ofan Gullfoss; síðan fórum við yfir Stangará og
upp með henni; pessi á kemur úr norðurendanum á
Búrfelli en rennur svo vestan með Hnausheiði og í
Hvítá skammt fyrir ofan Búðará. Hnausheiði og Búr-
fell eru langir hálsaranar jafnhliða, en milli peirra eru
Búrfellsmýrar; par er slegið frá Tungufelli en þangað er
afarlangur heyvegur. Hnausheiði nær miklu lengra
suður en Búrfell. Allstaðar eru víðivaxin beitarlönd en
möl undir í jarðvegi og sést óvíða í fasta klöpp, en pó
má sjá að móberg mun vera víðast hvar undir. Um
kvöldið riðum við austanvert við Harðavöll, pað eru
urðarholt og graslausar flatir, og tjölduðum við um kvöld-
ið í Svínárnesi rétt hjá gangnamannakofa, sem par er
par eru góðir hagar, mýrar með stör og fífu og víðir-
flatir á milli. Svínárnes verður par sem Svíná fellur í
Sandá milli ánna. Sandá er mjög vatnsmikil á í leys-
ingum, af pví aðdragandi er mikill og í hana falla marg-
ar ár og lækir, kemur liún úr norðaustri og heitir efst
Iierlingará og fellur í gljúfrum suður milli austur- og
vesturrana Kerlingarfjallanna, en heitir Sandá eptir að