Andvari - 01.01.1889, Blaðsíða 152
146
un löggjafarvaldsins og dómvalclsins lijer á landi íforn-
öld. Dr. V. Finsen liefur að vísu ekki talað um kosn-
ing á mönnum til lögrjettunnar 930, en að öðru leyti
er skoðunum hans alveg fylgt.
Að endingu viljum vjer fara nokkrum orðum um
hjeraðsstjórnina hjer á landi á pjóðveldistímanum.
J>að, sem nauðsynlega purfti að fá 1 landinu, pegar
Úlfljótslög voru sett, var löggjafarvald, er setti lög í
landinu, og dómping, par sem menn gætu fengið mál
sín dæmd. Úr pessari pörf var hætt, pegar alping var
sett og vorpingin. Hjer var um pað að ræða, er eigi
var áður til í landinu; hjer var ekkert vald eða rjettindi af
öðrum að taka, og pví gat skipulagið orðið svo reglu-
legt, eins og miðað væri niður eptir mælisnúru, Goð-
um peim, er sæti fengu í lögrjettunni, var fengið í hend-
ur löggjafarvaldið og vald til að stýra hinum lögskip-
uðu dómpingum og nefna menn í dóma. En með
pessu var peim eigi fengið í hendur neitt verulegt
framkvæmdarvald. Menn skyldu ætla að goðarnir hefðu
smám saman getað aukið vald sitt með lagabreytingum, og
peir hefðu síðar á tímum, einkum eptir að sumir höfð-
ingjar náðu undir sig fleiri en einu goðorði, náð meiri
völdum undir sig. En pað er langt frá, að svo haíi
orðið. Eptir Grágás liefur goðinn mjög lítið fram-
kvæmdarvald eða vald til hjeraðsstjórnar. |>annig sjest
eigi, að peir hafi að lögum haft vald til að hafa um-
sjón með útlendingum eða verslun peirra, og eigi var
peim falið á hendur að leggja verðlag á útlendan varning.
Eptir Grágás var landinu skipt í hjeraðstakmörk, sem
ekki voru bundin við fjórðunga eða ping. J>annig var
landinu skipt í 4 hjeraðstakmörk frá Langanesi suður
um landið vestur að Reykjanesi, en í hverju hjeraðs-
takmarki áttu 3 menn, er til voru teknir, að leggja
verð á útlendan varning.1 Goðunum var heldur eigi
1) Grág. I. b. 72-73.