Andvari - 01.01.1889, Blaðsíða 118
112
hryssi eitt; en pórir Dúfunef keypti vonina og fann
síðan; pað var allra hrossa skjótast, ok var kölluð Fluga.
örn hét maðr, hann fór landshorna í millum, ok var
fjölkunnugr; hann sat fyrir J>óri í Vinverjadal, er hann
skyldi fara suðr um Kjöl, ok veðjaði við |>óri; hvárs
peirra hross mundi skjótara, pví at hann hafði allgóðan
hest, ok lagði hvárr þeirra við hundrað silfrs. J>eir riðu
háðir suðr um Kjöl, þar til er þeir komu á skeið þat
er síðan er kallat Dúfunefsskeið; en eigi varð minni
skjótleiksmunr hrossa en |>órir kom á móti Erni á
miðju skeiði. Örn undi svo illa við félát sitt at hann
vildi eigi lifa, ok fór upp undir fjallit, er nú heitir
Arnarfell, ok týndi sér þar sjálfr, en Eluga stóð
þar eptir, því at hún var mjök móð. En er J>órir fór
af þingi, fann hann hest föxóttan ok gráan hjá Flugu;
við þeim hafði hún fengit; undir þeim var alinn Eið-
faxi, er utan var færðr ok varð vii manna bani við
Mjörs á einum degi, ok lézt hann þar sjálfr. Fluga
ty'ndist í feni á Flugumýri».
í frásögnum þessum í Landnámu er getið ýmsra
örnefna, sem enn hafa haldizt, þó ekki sé gott að ráða
úr, hvar þau sum eiga við, eins og; t. d. Hvinverjadal-
ur eða Vinverjadalur. Dalur þessi er opt nefndur til
forna, en þó eigi sagt með vissu, hvar hann sé. Eins
og fyrr er sagt, fór Kaunguður til Blöndukvísla, og svo
upp með á þeirri, er fellur fyrir vestan Vinverjadal og
svo vestur á hraunið, milli Reykjavalla ogKjalar; hér
lítur út, eins og Vinverjadalur hafi verið fyrir austan
Kjalhraun, uppi undir Hofsjökli, seinna hafa menn hald-
ið, að Hvinverjadalur væri það, sem nú eru kallaðir
J>jófadalir, við Langjökul; Sveinn Pálsson heldur, að
menn hafi gert Hvinnverjadalir úr Hvinverjadalir og
breytt því svo í J>jófadalir; Eggert Olafsson segir, að
Iívinverjadalir séu við Hveravelli (eða Keykjavelli), og
mætti þá hugsa sér, að Raunguður hefði farið upp með
Seyðisá og Beljandakvíslum, en það væri þá mjög óná-