Andvari - 01.01.1889, Blaðsíða 115
109
uppdrátt af héraðinu. Af Hveravöllum fór eg suður í
Kjalhraun til pess að skoða Strýtur; Kjalhraun er ekki
mjög úfið, og eigi torvelt yfirferðar, víðast hvar liellur
■og hraunblöðrur og sandur sumstaðar; víða er þar tölu-
verður mosi, og hér og hvar hagar nokkrir, lyng og
víðir. Hrauninu hallar hægt og liægt á alhir hliðar, út
frá Strýtum; pað er flatvaxin kúpa í miðjunni (um
2600 fet á hæð); þar er stórkostlegnr gígur, líklega
500 faðmar að pvermáli eða meir; í gígnum er flatur
hraunbotn og á sléttunni 4 eða 5 stórir katlar, gígbotn-
inn hefir til forna verið vellandi hraun, líkt eins og
Kilauea, eldfjallið mikla á Sandwiohseyjum; miðpartur
hraunbungunnar liefir smátt og smátt sígið og eins gíg-
urinn sjálfur, enda sjást hringmyndaðar sprungur í
kringum barmana; pó standa stórar spildur eptir af
upprunalegu gígröndinni; pað eru strýturnar, sem bera
svo hátt yfir hraunbungurnar allt í kring; austasta
strýtan er hæst; pað er allstórt fell, þverhnýpt að vest-
an niður að gígnurn, hraunlögin í pví hallast öll til
austurs, í fellinu eru stórar sprungur, af pví pað hefir
klofnað, pegar landið var að síga í kring; suðvestan við
gíginn er uppmjó hraunstrýta, mjög há, og innan í
gígnum 3 fell hálfhrunin og umturnuð. Suðvestur úr
gígnurn gengur allmikið gljúfur og tengir hannviðstór-
an ketil sérstakan. Af austasta fellinu var góð útsjón
yfir Kjalliraun, pað nær norður að Hveravöllum og
vestur að Tjarndalafjöllum og J>röskuldi, pað hefir runu-
ið kriugum Kjalfell og suður hjá |>verbrekkum, að norð-
austan hafa runnið úr pví töluverðar kvíslar, en tak-
mörkin par sá eg óglöggt vegna poku og skugga; sand-
ar eru par upp undir Arnarfellsjökli og norður með
Blöndu. Austan undir Dúfufelli er allstórt vatn, sem
heitir Sandvatn. — Ekki gat eg skoðað þessar eld-
stöðvar eins vel og eg vildi, pví pegar við vorum hún-
ir að dvelja par litla stund, skall yfir kolsvört þoka,
svo við urðum að snúa aptur norður á Hveravelli.