Andvari - 01.01.1889, Blaðsíða 151
145
þing í Straumfirði1 2 Ef einkadómar liefðu verið mjög
almennir hjer á landi, pá sýnist pað ástæðulítið, að
setja sjerstakt ping í Straumfirði pess vegna, pvíaðKauð-
melingar hefðu getað eins vel látið eiukadóma dæma
öll hin smærri mál, en stefnt hinum stærri málum til
alpingis.
Eins og áður er getið um, er í Eyrbyggju og
Landnámu talað um dyradóm (um 980), er settur
haíi verið í Máíahlíð í pjófnaðarmáli. Enn fremur er
sagt í Eyrbyggju að draugarnir á Fróðá hafi verið dæmdir
af dyradómi. Sagan um draugana getur eigi verið nein
sönnun, og frásögnin um dyradóminn í þjófnaðarmálinu
er svo óljós, að pað er eigi einu sinni víst, að hann hafi
verið reglulegur dómur. Að minnsta kosti er pað víst,
að í öðrum pjófnaðarmálum, sem komu fyrir annarstað-
ar á landinu síðari hlut 10. aldar, er ekki talað um
neinn dyradóm, heldur er pessum málum stefnt til
pings, og pau sótt par, alveg eins og Grágás gjörir ráð
fyrir. J>annig er Háls Fjörleifarson gjörður sekur á
pingi um sauðapjófnað.3 Hánefur í ópveginstungu
verður sekur á alpingi um sauðapjófnað.3 Hallvarður á
Tjörn í Eyjafirði er einnig sóttur á piugi um pjófnað.4
J>annig sjest, að þjófnaðarmál hafa verið dæmd á þing-
um, eins og gert er ráð fyrir í Grágás, og bendirþetta
á, að einkadómar hafi ekki verið almennari á fyrri tím-
um þjóðveldisins á íslandi, heldur en hinum síðari.
Auk þessa hefur dr. Y. Finsen gjört rannsóknir í
riti sínu um hólmgöngur, um ýms laga atriði í Njálu
í samanburði við Grágás, um venjur og lagasetningu
hjer á landi í fornöld, en það er eigi rúm til að tala
um þetta hjer. J>að hefur að eins verið talað um skip-
1) Eyrb. saga, kap. 56.
2) Reykdæla, kap. 2.
3) Reykdæla, kap. 5.
4) Glúina, kap. 18.
Andvari XV.
10