Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 8
og meinafræði í gömlum kumbalda við hlið Alþingishússins. Nýja háskólabyggingin er glæsileg að útliti, hvort innra skipulag hennar er jafnfullkomið er vafasamt, og verður síðari reynsla að skera úr um það, sómasamlega er séð fyrir húsnæði til verklegrar kennslu í læknisfræði, þótt vafasamt sé, hvort nægilegt reynist eftir ára- bil. Ýmsum þótti byggingin óþarflega stór, en hún er nú að heita má notuð til fulls. Oftast hefur raunin orðið sú, að bæði ríki og Reykja- víkurbær hafa byggt húsakynni of lítil, þeg- ar ráðizt hefur verið í byggingar (skóla, sjúkrahús). Eftir að háskólabyggingin var fullgerð, hef- ur skólinn fært út kvíarnar og margt breytzt til batnaðar, kennarar fengið betri vinnuskil- yrði. Þroski og vöxtur háskóla þarf helzt að vera jafn og stöðugur eins og lifandi veru. Nú undanfarið hefur skólinn tekið allmikil stökk. Það stafar af kyrking þeim, sem kominn var í stofnunina undanfarin tuttugu og fimm ár og bættum húsakynnum. Ég mun nú stuttlega minnast helztu breyt- inganna síðustu þrjú til fjögur árin og hverju þarf við að bæta í náinni framtíð. Guðfræðideildin er nú fámennasta deild- in, nemendur 26. Ég er henni ókunnugur. Ég held, að kennsla þar sé í nokkuð föstum skorðum og muni lítið breytast, ekki mikil þörf á nýjum kennurum eða kennslugrein- um. Eins og við aðrar deildir er það mjög mikilsvert, að valið sé samvizkusamlega um nýja kennara. Þyrftu kennarar við guðfræoi- deild að skara fram úr að andríki, trúaráhuga ásamt þekkingu í trú- og siðfræði. Ég tel það mjög nauðsynlegt að styrkja kandidata, sem virðast þessum kostum búnir, til langvarandi dvalar og náms erlendis. Vonandi verður Sátt- málasjóður fær um þet.ta, er fram líða stundir. Lagadeildin. Kennsla hefur þar haldizt óbreytt að mestu. Nemendur hafa ætíð gert talsvert af skriflegum æfingum (verkleg kennsla). Þessi verklega kennsla hefur verið aukin 6 allmikið síðari árin, og 1941 var bætt við ein- um aukakennara, sem aðallega fæst við slíka kennslu. En árið 1941 var stofnuð ný deild í sam- bandi við lagadeildina, hagfrceðideild, virð- ist þessi nýjung mjög freistandi fyrir stúd- enta. Er laga- og hagfræðideildin nú fjöl- mennasta deild skólans, alls 141 stúdent innritaður. Tveir dósentar eru aðalkennarar í viðskiptafræðum, en auk þess starfa þar átta aukakennarar. Kennslan er að mjög miklu leyti fólgin í skriflegum og verkleg- um æfingum, auk þess taka nemendur þátt i kennslu lagaprófessora í nokkrum gi’einum. Læknadeild hefur lengst af verið fjöl- mennasta deildin (nú um 115 stúdentar). Að sjálfsögðu er mér hún kunnust og fullyrði ég, að kennslan hefur breytzt og farið allmjög fram síðustu 10—14 áriri. Kennurum hefur fjölgað þar um einn prófessor (1931). I árslok 1930 tekur Landsspítalinn til starfa og fer mest af verklegri kennslu stúdenta i sjúkdómsfræði þar fram, en áður var hún bæði lítil og ófullkomin, notaðir til þess sjúkl- ingar á Landakoti og úti í bæ. Árið 1934 flytur Rannsóknarstofa háskól- ans í ný húsakynni, og fá stúdentar þar á- kjósanleg vinnuskilyrði, og kennslan í meina- fræði og sýklafræði er nú að talsverðu leyti verkleg. Auk þessa fá nokkrir ungir læknar tækifæri til sjálfstæðra rannsókna, verður því að telja stofnun þessa eina af merkustu framförum háskólans, þótt hann, illu heilli, yrði viðskila við rannsóknarstofuna. Yfirlæknar Kleppsspítala, Vífilsstaðahælis og Landakotsspitala hafa allir í fjöldamörg ár sýnt læknadeild háskólans þá vinsemd að kenna nemendum þeim, sem ganga á spítal- ana, ókeypis, og verður þeim ekki fullþakk- aður þessi áhugi og greiðvikni. Deildin hefur því reynt að nota sem bezt sjúklinga þá, sem hér er völ á til kennslu, þvi að um læknisfræðina gildir það, að hún verð- ur fyrst og fremst að lærast við sjúkrabeðin og verklega. Þótt þessar breytingar hafi orð- ið, fer því f jarri, að íslenzkir læknar fái nægi- STÚDENTABLAf)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.