Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 48

Stúdentablaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 48
starf, — undir þá atvinnugrein, sem hann vel- ur sér eða atvikin og þjóðféiagsaðstæðurnar kjósa honum. Þá rennur upp öid handverks- ins, og verður fjölþættari eftir því sem verka- skiptingin verður skýrari, og eftir því sem meiri ki’öfur eru gerðar til þeirra, sem verkið leysa af hendi. Og samhliða aukinni verkkunnáttu eru vél- arnar teknar í þjónustu tækninnar. Þær létta vinnuna og auka afköstin. Á skömmum tíma framieiða þær nauðsynjar, sem áður voru látnar nægja, og auka birgðirnar. Fólkinu eru tíðum gefnir mjög takmarkaðir möguleikar til að njóta þeirra, sökum þess að vélarnar höfðu að miklu leyti tekið rfnnuna frá þvi, og þar með vinnulaunin, í stað þess að vinna fyrir fólkið. Þetta er í fám dráttum saga iðnaðarins hjá þjóðunum frá örófi alda. Vér getum skipt þróun þessari í aldir, þótt tímabilin séu mismunandi löng hjá hinum ýmsu þjóðum, þar sem þróunin gengur hægt hjá einni, en hjá annarri hratt, og þær hafi allajafnan ekki samflot í þróuninni. Vér skul- um nefna fyrsta stigið frumbýlingsiðnað, annað sambýlingsiðnað, þriðja handverks- iðnað, sem brátt dregur með sér fjórða stigið: vélaiðnaðinn. Ef vér lítum á þróun íslenzka iðnaðarins, sjáum vér fljótlega, að þjóðin hefur fram undir síðustu aldamót staðið á fyrsta og öðru stigi þróunarinnar. Á landnámsöld eru byggð hús og aðrar nauðsynjar gerðar, sem ei varð af komist, en þarfirnar eru frumstæðar og þessi iðnaður er eingöngu heimilisiðnaður,sem „hagir menn á tré og járn“ og „hagar kon- u.r“ unnu í hjáverkum frá öðrum nytjastörf- um heimilisins. Það er margt, sem veldur því að þróunin er svona hægfara með þjóðinni. Skortur á fjölbreyttu og hagkvæmu efni til alls, setur sitt mark á iðnaðarframkvæmdir allar. Fatnaður allur er unninn úr ull. Hann er hlýr og fellur vel við veðráttu landsins, en hann skortir mjög fjölbreytni, og verður óhentugur til margra nota, enda eru áhöld öll og vinnuaðferðir lengstum mjög frumstæðar. Skófatnaður er unninn úr lítt unnu og óunnu 46 skinni; og úr því verður líka að gera hlífðar- föt, á hinn frumstæðasta hátt — óhentug með ósmekklegu villimannasniði. Húsin eru að mestu leyti úr torfi og grjóti, timbur not- að aðeins af mjög skornum skammti, því að illt er um innflutning á því, og efnahagur þjóðarinnar þannig, að slíkt óhóf gat hún ekki veitt sér. Og þótt alldrjúgt timbur bær- ist á fjörur, voru einungis illnothæf verkfæri til að gera það nothæft. Járn vantaði í land- inu til smíða, og þótt. unnið væri í öndverðu að rauðablæstri, vantaði kol, til þess að vinna nægilegt smíðajárn þannig. Nauðsynleg verk- færi til iðnaðarstarfa voru fá og oft óhag- kvæm til afkastamikilla framkvæmda. Það var ekki nóg, þótt margt væri lagtækra manna til iðnaðarstarfa, þegar bæði vantaði efnivið, verkfæri og nægilegan tíma frá ör- reytisstriti aðkallandi heimilisþarfa, til fönd- urs, sem ekki var látið sitja í fyrirrúmi frum- stæðustu þarfa heimilanna. Það er fátækt þjóðarinnar, sem er undirrót þess, hve iðnað- arþróunin er hægfara og einangrun hennar frá verklegum menningaráhrifum annarra þjóða. Það er ekki æðilangt síðan að byrjað var að kenna iðnir hér á landi, þannig að krafist væri prófs, er sýndi leikni og þekkingu nem- andans á handverki sínu. Fyrsta reglugerð um iðnaðarnám, sem þjóðin fær, er frá 1893. Fram undir aldamótin er það svo, að fá þarf erlenda byggingameistara til að standa fyrir öllum stærri byggingum og mannvirkjum. Og það er augljóst tákn vantrúar þjóðarinnar á sjálfri sér, að á síðasta áratug skulu fengnir erlendir verkfræðingar til að sjá um stærstu framkvæmdirnar, sem gerðar hafa verið hér á landi — virkjanir Sogsins, Laxár og Hita- veitu Reykjavíkur. Iðnaðarlöggjöfin frá 1927 er fyrsta viður- kenningin á rétti og skyldum iðnaðarmanna. Þar lítur út fyrir að þjóðin sé komin fyrst inn á stig handverksins, en þó aðeins með hálfum huga. Enn eru það allmargir, sem telja hættulegt, að efla vald iðnaðarins eins og þeir kalla það, og vilja leggja metnað sinn STÚDENTABLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.